Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 55
1. mynd. Nashyrningseðla úr „The Dinosaur Book, the ruling reptiles and their relatives
eftir E.H. Colbert.
1933. Þetta var mikið áfall fyrir Árna Friðriks-
son enda hafði samvinna þeirra verið mjög
góð svo ekki sé meira sagt. Blaðið kom út
sex sinnum á ári og hvert blað var tvær arkir,
þ.e.a.s. 32 blaðsíður, þannig að hver árgang-
ur var 192 blaðsíður. Þrátt fyrir það mikla
áfall sem Árni varð fyrir við lát Guðmundar,
lét hann ekki deigan síga heldur keypti hlut
Guðmundar heitins og gaf blaðið út og
ritstýrði því einn allt fram til ársins 1941, en
þá seldi hann Guðjóni Ó. Guðjónssyni
Náttúrulfæðinginn en gegndi ritstjóra-
störfum tvö árí viðbót, þ.e.a.s. árin 1941 og
1942. Árni var þannig útgefandi Náttúru-
fræðingsins samfellt íl 0 ár en ritstjóri í 12 ár.
Þetta er ótrúlegt afrek þar sem hann skrifaði
ótal greinar í tímarit sitt um hin margvís-
legustu efni náttúruvísindanna, stundum á
alvarlegum nótum en þess á milli á gaman-
saman hátt.
Árið 1933 gaf ísafoldarprentsmiðja út bók
eftir Árna sem hann nefndi „Mannætur".
Undirtitill bókarinnar er „Helstu sníkjudýr
mannsins". I inngangsorðum að bókinni
segir Árni: „Orðið padda getur þýtt bæði
ýmis skordýr og ormar og e.t.v. ennþá fleiri
lægri dýr og ekki er það notað í virðulegri
merkingu. En þrátt fyrir ímugust og lítils-
virðingu almennings á smælingjunum í dýra-
ríkinu þá eru þeir nú samt dýr jafn dásamlega
og undursamlega úr garði gerð um útlit og
starfsemi eins og sjálfur konungur jarðar-
innar, maðurinn.“ Síðar í inngangsorðunum
bætir Árni við: „Markmið bókarinnar er það
að bregða ljósi yfir nokkur hinna merki-
legustu fyrirbrigða sem þekkt eru í dýra-
ríkinu. 20. öldin er komin hingað til íslands í
allri sinni dýrð þrungin látlausri baráttu á
öllum sviðum, stjórnmálaþófi, dægurþrasi,
ríg og rógi. Vel væri ef lesendum kversins
tækist að þoka hita og þunga dagsins á bug
um stund og svala huga sínum við það sem
við sjáum ef við lyftum huliðsblæju frá því
mikla meistaraverki sem náttúran skapaði
þegar sníkjudýrin urðu til.“ Árni lét ekki þar
við sitja því að veturinn 1938-1939 flutti
hann mjög skemmtilegan erindaflokk í Ríkis-
útvarpið sem hann nefndi „Helstu sníkjudýr
mannsins“. Því má með sanni segja að
fræðarinn Árni Friðriksson hafi staðið við
stóru orðin sem féllu við heimkomuna 1931
og vitnað er í hér að framan.
53