Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 37
GUÐRÚN PÁLSDOTTIR Tilvitnanir í Náttúrufræðinginn Tímaritið Náttúrufrœðingurinn var vinsœlt meðal íslenskra vísinda- manna samkvæmt rannsókn sem tók til áranna 1994 og 1995 og byggðist á tilvitnanagreiningu. Hún fólst í því að skoðaðar voru heimildir í ritverk- um starfsmanna fimm stofnana á sviði raunvísinda þessi tvö ár. Stofii- anirnar voru Náttúrufrœðistofnun Islands (Nst), Hafrannsóknastofnunin (Hafró), Rannsóknastofhun fiskiðnað- arins (Rf), Orkustofnun (OS) og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (RALA). I rannsóknina voru tekin flestöll ritverk starfsmanna þessara fimm stofnana ef þeir voru fyrstu höfundar þeirra og vitnað var í heimildir. Skoðuð voru 445 ritverk alls. Voru það greinar í erlendum og innlendum tímaritum, skýrslur, ráðstefnurit og fleira. Megintilgangurinn með rann- Guðrún Pálsdóttir (f. 1949) lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1969 og stundaði nám í íslensku og dönsku við Háskóla íslands 1970-1971. Hún lauk B.A. prófi í bókasafnsfræði með íslensku sem aukagrein frá HÍ 1985 og M.A.- prófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá sama skóla 1999. Guðrún hefur veitt bókasafni Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins forstöðu frá árinu 1985 en sinnir einnig nokkuð útgáfu- og kynning- armálum fyrir stofnunina. Hún var ritstjóri tímaritsins Bókasafnsins 1988-1990 og formaður Félags bókasafnsfræðinga 1992-1994. sókninni var að kanna hversu að- gengilegar heimildirnar, sem vitnað var í, vœru vísindamönnum viðkom- andi stofitana, aðallega hversu mikið af þeim vœri til á bókasöfitum þeirra. Jafhframt var verið að skoða hversu vel ritakostur safnanna nýttist. Var þetta meginhluti ritgerðar til meistara- prófs í bókasafns- og upplýsingafrœði við félagsvísindadeild Háskóla Islands vorið 1999. Ritgerðin heitir Innan seilingar: upplýsingaleiðir vísindainanna og öflun heimilda og byggðist einnig á könnun á heimildanotkun meðal vís- indamanna á fyrmefndum stofnunum og viðtölum við 15 manns um upplýs- ingaleiðir þeirra. Tilvitnanagreiningin leiddi í ljós að í ritverkunum 445 var vitnað til 6.798 heimilda alls og voru 4.330 þeirra (64%) erlendar. Aðallega var vitnað í erlendar tímarits- greinar, en þær voru 56% af erlendu heimild- unum. Bækur voru 20%, skýrslur 14% og ráðstefnurit 7% og það sem féll utan þessara fjögurra meginflokka var aðeins 3%. Er þetta í nokkuð góðu samræmi við þær áherslur í ritakaupum sem eru á bókasöfnum rann- sóknarstofnana. Þar skipa erlend fagtímarit stærstan sess. Tilvitnanir í íslensk rit voru 2.468 (36%) og var skipting þeirra eftir útgáfuformi ólík Náttúrufræðingurinn 69 (I), bls. 35-37, 1999. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.