Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 31
2. mynd. Punktasveppur á hrossataðsköggli frá Droplaugarstöðum 1963. Myndin er tekin 1999 af þurrkuðu sýni úr plöntusafni Náttúrufrœðistofnunar. Ljósm.: Hörður Kristinsson. SKYLDAH TEGUNDIR Fáeinum öðrum tegundum hefur verið lýst í ættkvíslinni Poronia og eru tvær þeirra, Poronia oedipus og P. erici, fundnar í Evrópu. Sú fyrrnefnda vex á taði kúa, múl- asna og hrossa og hefur aðeins fundist í löndunum við Miðjarðarhaf, en sú síðar- nefnda vex einkum á kanínuskít og var ekki lýst fyrr en 1988 frá eyjum í Norðursjó. Hún reyndist algeng í SA-Ástralíu og er líklegt að hún hafi borist þaðan til stranda Evrópu. Hún er nauðalík P. punctata en hefur stærri gró (Lohmeyer og Benkert 1988; Lohmeyer 1994). Punktasveppur tilheyrir trjákylfuætt (Xylariaceae) og trjákylfubálki (Xylariales). Nafngjafi þeirra er trjákylfan (Xylaria (Xylo- sphaera) polymorpha), sem myndar sót- brún, fínvörtótt, kylfu- eða fingurlaga aldin er vaxa á trjástubbum. Hún er nokkuð tíð í grannlöndunum en óvíst hvort hún vex hér á landi (Dennis 1968). FÆKKUN SVEPPSINS Punktasveppur var algengur í Norðvestur- og Mið-Evrópu fram um miðja 20. öldina, en eftir það snarfækkaði honurn og telst hann nú mjög fágætur eða jafnvel útdauður í sumunr löndum á þessu svæði. Þannig sást hann síðast í Danmörku árið 1967 og bæði þar og í Noregi er talið líklegt að hann sé útdauður. I Svíþjóð er talið að hann vaxi nú aðeins á eyjunni Öland. í Þýskalandi er svipaða sögu að segja, en í Englandi og Frakklandi fannst hann síðast á 9. ára- tugnum. Hann hefur víða verið settur á svo- nefndan válista (red list) yfir tegundir í útrýmingarhættu (Eckblad 1968, Lohmeyer 1994, Petersen 1995o.fl.). Ekki er vitað hvað veldur þessari fækkun sveppsins. Að vísu hefur hestum og sér- staklega ösnum fækkað víðast hvar á meginlandi Evrópu; þeir ganga nú nær eingöngu á ræktuðu landi og eru fóðraðir með höfrum og öðru kornmeti í mun meira 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.