Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 40
HÁLFDÁN BJÖRNSSON Þistilfidrildi VERPA Á ISLANDI eint í júlí 1996 fór ég að Skaftafelli og í Bæjarstaðarskóg. Þar í nánd fann ég fremur litla fiðrildalirfu af tegund sem ég hafði ekki séð áður; hélt hún sig á lúpínuplöntu og var í samanvöfðum blöðum. Lirfa þessi var mikið hærð, með hvíta hárdúska, gulleit á hliðum með rauðgulum dflum, en aðallitur hennar var þó dökkur. Grunaði mig strax að þetta væri dagftðrildalirfa og þá helst lirfa þistilfiðrildis (Vanessa cardui). I ágúst og september sama ár fann ég 10-15 slíkar hærðar lirfur á alaskalúpínum á Kví- Þistilfiðrildalirfa á lúpínu á Kvískerjum 5. september 1996. Ljósm. Hálfdán Björnsson. skeijum. Voru þær í samanvöfðum blöðunum og sáust ekki fyrri en blöðunum var flett í sundur. Tók ég lirfur og ól þær á lúpínublöðum og klöktust tvö fiðrildi út 1. og 5. október það haust. Reyndust það vera þistilfiðrildi. Senni- Þistilfiðrildi. Lirfa klakin út 5. september 1996. Ljósm. Hálfdán Björnsson. lega hafa þistilfiðrildi komið í júní og orpið í lúpínur án þess að ég yrði þeirra var þá. Þistilfiðrildi koma oft hingað til lands í júní og aftur í ágúst og september en það virðist vera útilokað að iirfur þeirra lifi veturinn af hér á landi, ekki fremur en ýmsar aðrar fiðrilda- tegundir sem flækjast hingað til lands og reyna varp. Ein þistilfiðrildalirfa hafði fundist hér á landi 1949. í júní það ár barst mikill fjöldi þistilfiðrilda til landsins og varð þeirra aftur vart í nokkrum mæli um haustið en það voru taldir vera afkomendur þeirra fyrrnefndu (Wolff 1971). Nokkur þistilfiðrildi voru á flögri á milli skarifífla hér á Kvískerjum 29. september 1996 og virtust þau vera að koma til landsins um það leyti, sem og mörg aðmírálsfiðrildi (Vanessa atalanta). Heimildir Wolff, N.L. 1971. Lepidoptera. The Zool. of Icel. III, Part45. Kaupmannahöfn. 193 bls., 15 myndasíður. Hálfdán Björnsson (f. 1927) er bóndi á Kvískerjum í Öræfum og sjálfmenntaður náttúrufræðingur. 38 Náttúrufræðingurinn 69 (1), bls. 38, 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.