Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 46
sem er það sammerkt að geta átt saman frjó og heilbrigð afkvæmi. Urval náttúrunnar breytir samsetningu safnsins þar til það getur á löngum tíma greinst í nokkur afbrigði sem síðan verða að tegundum (14. mynd). Hugmyndir manna um erfðir voru fremur lausar í reipum á dögum Darwins. Mendel greindi að vísu frá rannsóknum sínum, sem áttu eftir að verða grundvöllur erfða- fræðinnar, árið 1865, en fáir gáfu þeim gaum fyrr en aðrir komust að sömu niðurstöðu um aldamótin 1900. Darwin skoðaði í upphafi hugmyndir um erfðir áunninna eiginleika, eins og þeir Erasmus afi hans og Lamarck höfðu haldið fram. Ekki hafnaði hann slíkum hugmyndum síðar með öllu5 en þær mótuðu ekki kenn- ingu hans um náttúrlegt val. Ef umhverfið hefði beina stjórn á erfðunum yrði lítið um breytileika meðal einstaklinga sem allir væru undir áhrifum sama umhverfis. Þegar Darwin fjallar um erfðalögmál (í „Ættemi mannsins“, 8. kafla) er margt að vonum næsta óljóst en samt fer ekki milli mála að hann lítur á erfðirnar sem tregðuafl er heldur í einkenni forfeðranna og mótast af vali náttúrunnar. Um það hvernig arfgengar nýjungar komi fram leggur hann fátt til, enda er þar gloppa í kenningunni sem ekki var stagað í fyrr en með erfðarannsóknum á tuttugustu öld. Athuganir á eldi húsdýra og nytjaplantna beindu athygli Darwins að úrvali náttúr- unnar. Bændur færa sér í nyt breytileikann í stofnum dýra og plantna og breyta þeim með því að velja sífellt til undaneldis eða 5 í neðanmálsgrein í sögulegu yfirliti, sem Darwin skráði um það hverjar hugmyndir manna hefðu verið áður en rit hans um uppruna tegundanna kom út, stendur samt: „Það er athyglisvert hve margt af sjónarmiðum og illa grunduðum skoðun- um Lamarcks var áður komið fram í Zoonomia, riti afa míns Erasmusar Darwins læknis (I. bindi, bls. 500-510), sem út kom 1794.“ Ekki kemur fram hverjar þessar „illa grunduðu skoðanir" (er- roneous grounds of opinion) eru, en það er freist- andi að telja til þeirra kenninguna um arfgengi áunninna eiginleika, sem einmitt kemur fram bæði hjá Erasmusi og Lamarck. (An Historical Sketch of the Progress of Opinion on the Origin of Species Previously to the First Edition of this Work. Formálsorð að síðari útgáfum „Uppruna tegund- anna“.) 15. mynd. Sir Joseph Dalton Hooker. (Ra- dio Times Hulton Picture Library.) útsæðis þá sem gefa mest af mjólk, kjöti, korni eða öðru því sem búið þarfnast. Og úr því að menn geta breytt lífverunum með vali á tiltölulega stuttum tíma, hverju getur val náttúrunnar þá ekki komið í verk á óramiklu lengri tíma? Darwin las ritgerð Malthusar um fólks- fjölda og fólksfjölgun síðla árs 1838 og sá að það sem hann sagði um menn átti ekki síður við um aðrar tegundir: Fjölgunin er svo ör að aðeins lítill hluti afkvæmanna kemst upp. Náttúrlega valið verður svo til þess að hinir hæfustu lifa og stofnarnir lagast að breyttu umhverfi: Leilni allra lifandi vera til örrar tjölgunar hlýtur að leiða af sér baráttu fyrir tilverunni. Sérhver sú lffvera sem á eðlilegri ævi gefur af sér mörg egg eða fræ verður á einhverju skeiði lífs síns, á einhverjunt árstíma eða ári, að þola eyðingu afkvæma sinna. Að öðrum kosti hlyti fjöldinn, vegna margföldunar afkomendanna, að verða slíkur að ekkert land stæði undir honum. Með því að fleiri einstaklingar verða til en hugsanlega geta komist af hlýtur hvarvetna að fara fram barátta fyrir tilverunni, milli einstaklinga sömu tegundar eða mismunandi tegunda, ellegar einstaklinganna við lífvana umhverfi sitt. Regla Malthusar birtist hér af margföldum krafti í öllu dýra- og plönturíkinu, þar sem hvorki er hægt að auka fæðuframboð með tæknilegum leiðum né halda aftur af 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.