Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 9
1. tafla. Kennistœrðir snjóflóðanna á Flateyri 1995 og 1999. 1999 1995 Lengd (m) 1800 1930 Rúmmál tungu (m3) 130.000 430.000 Eðlisþyngd tungu (kg/m3) 350 420 Eðlisþyngd í upptökum (kg/m3) 220 360 Massi alls (tonn) 45.000 180.000 Mesta þykkt brotstáls (m) ~ 1,5 3,9 Meðalþykkt brotfleka (m) ~1 ~2,0 Endurkomutími (ár) 10-30 ~ 150 þessum mælingum eru sýndar í 1. töflu hér að ofan. Taflan sýnir einnig sömu stærðir fyrir flóðið 26. október 1995 til samanburðar (sjá Svanbjörg Helga Haraldsdóttir 1998. Rúmmál flóðsins 1995, sem gefið er í 1. töflu, er lítillega frábrugðið því sem gefið er upp í greinargerð Svanbjargar vegna þess að útlínur flóðsins hafa verið endurskoðaðar síðan greinargerðin var skrifuð). Þykkti brotstáls og brotfleka er mæld u.þ.b. hornrétt á hlíðina. Eðlisþyngd brotstálsins 1995 var mæld tveimur dögum eftir að l'lóðið féll og er af þeim sökum væntanlega nokkru hærri en þegar flóðið féll. Tölur yfir meðalþykkt brotflekanna eru metnar út frá heildarrúmmáli flóðtungunnar og mati á þykkt snævar í hlíðinni neðan upptakasvæðisins þegar flóðin féllu. Rúmmál flóðtungunnar 1999 er einungis talið hafa verið um þriðjungur af rúmmáli stóra flóðsins 1995 og massi þess u.þ.b. fjórðungur. Kortið af útlínum l'lóðsins 1999 á 2. mynd sýnir einnig útlínur flóðsins 1995 (rauðar línur á kortinu) og sést vel hversu miklu stærraflóðið 1995 var. Þykkt tungunnar neðan efsta hluta varn- argarðanna var víðast 0,5-1 m, en næst garðinum hefur flóðið runnið fram í stríðari streng og var þykkt tungunnar þar 1-1,5 m. 1 gilkjaftinum í um 200 m y.s. var þykkt flóðsins víða meira en 4 m. Strengurinn með- fram garðinum var einungis 20-30 m breiður fyrstu 100-200 m sem flóðið flæddi meðfram garðinum. Hann fór breikkandi niður með garðinunr (sjá brotna línu samsíða garðinum á kortinu) og var 70-80 m breiður þar sem flóðið fór yfir lítið lón og síðan yfir þjóð- veginn sem tengist eyrinni á uppfyllingu við ströndina. Eftir að garðinum sleppti flæddi þessi hluti llóðsins um 150 m lengra en megintungan, sem var þynnri og kraftminni og stöðvaðist áður en hún náði niður fyrir veginn. Kortið af útlínum flóðsins 1999 sýnir einnig áætlaðar útlínur vesturhluta þess ef garðarnir hefðu ekki verið til staðar. Sam- kvæmt því hefði flóðið náð niður fyrir efstu hús sem eyðilögðust í flóðinu 1995 en ekki að núverandi byggð. Hér er stuðst bæði við mælda skriðlengd tungunnar þar sem hún rann meðfram garðinum og mælt rúmmál snjóflóðsins við garðinn, en áhrifa garðsins á þykkt snjóflóðsins gætti allt að 70-80 me- tra frá honum og voru mjög greinileg, eins og frain kom hér að framan. Stefna meginstraums flóðsins er nokkru austar (innar) en flóðsins í október 1995. Þetta er í samræmi við fyrri reynslu um að því stærri sem snjóflóð úr Skollahvilft eru, því lengra til vesturs (utar) leita þau. Ástæðan er stýring gilkjaftsins í um 200 m y.s., sem hefur fyrst og fremst áhrif á minni snjóflóð. Stefna stærri flóða ræðst af stefnu gilsins ofan 200 m y.s. en gilkjafturinn sjálfur hefur lítil áhrif á slfk flóð. Einnig kann þetta að einhverju leyti að skýrast af landmótun í tengslum við efnistöku í garðana, en henni var hagað þannig að snjóflóð fengju síður stefnu til vesturs á varnargarðana. Athygli vekur að lengd flóðsins, án áhrifa varnargarðanna, er metin talsvert minni en mæld skriðlengd þess. Ástæðan er sú að garðurinn leiðir snjóllóðið niður farveginn í átt til sjávar, eykur þykkt þess og þjappar því saman. Þetta eykur skriðlengd tung- unnar meðfram garðinum. Þótt tekið sé tillit 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.