Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 47
viðkomunni með hófsemd í hjónabandi. Þó að fjölgun, meiri eða minni, verði nú hjá sumum tegundum, getur hún ekki orðið hjá þeim öllum. Heimurinn bæri ekki fjöldann. (Uppruni tegundanna, 3. kafli.) Með aðlögun að kenningu Malthusar telja margir að kenningin um þróun tegundanna við náttúrlegt val hafí í megindráttum verið í höfn. Næstu tvo áratugina útfærði Darwin þróunarkenninguna frekar. Árið 1842 færði hann frumdrög hennar í letur. Tveimur árum síðar lauk hann við talsvert lengri og fyllri gerð og mælti svo fyrir að hana skyldi birta efhann féllifrá. Enn vantaði samt mikið á að Darwin teldi tímabært að birta kenninguna. Hann sýndi frumgerð hennar í fyrstu aðeins vinum sínum, grasafræðingnum Joseph Dalton Hooker (1817-1911; 15. mynd)6 og jarð- fræðingnum Charles Lyell sem fyrr er nefndur. Báðir urðu stuðningsmenn þró- unarkenningar Darwins, þótt það tæki Lyell nokkurn tíma að segja skilið við fyrri hugmyndir sínar. Þriðji trúnaðarmaður Darwins var bandarískur grasafræðingur, Asa Gray (1810-1888). Honum sendi Darwin meginatriði kenningar sinnar í bréfi 1857 en bað hann hafa fyrir sig. Gray, sem var trúaður maður, féllst á inntakið í kenningu Darwins með þeim fyrirvara að úrval náttúr- unnar hefði ekki verið eitt að verki við að breyta tegundunum, þar hefði líka kontið til forsjón guðs. Waliace Alfred Russel Wallace (1823-1913), enskur náttúrufræðingur (16. mynd), dvaldist í Suður-Ameríku 1848-52 og rannsakaði dýra- og plöntulíf á vatnasvæðum Amazon og Rio Negro. Á leiðinni heim til Englands brann skip hans í hafi og glataðist með því nær allt sem hann hafði safnað í leiðangr- inum. Wallace, sem var af fátæku fólki og hafði einkum tekjur af að selja framandleg 6 Faðir hans, William Jackson Hooker (1785- 1865), var einnig virtur grasafræðingur. Hann kom til Islands í fylgd með Joseph Banks og Jörundi hundadagakonungi sumarið 1809 og færði í letur ferðasöguna, sem hefur verið þýdd á íslensku en ekki gefin út þegar þetta er skráð. 16. mynd. Alfred Russel Wcillace. (Radio Times Hulton Picture Library.) sýni náttúrugripa, var til allrar hamingju tryggður og kostaði með tryggingafénu ferð til Austur-Indía, þar sem hann var við rannsóknir á árunum 1854-62. Hann tók eftir áberandi skilum í dýralífi á eyjunum þar eystra. Á hinum vestari er dýralíf líkt og á meginlandi Suðaustur-Asíu en austar tekur við lífheimur Eyjaálfu þar sem til dæmis flest spendýr eru pokadýr. Skilin, er liggja milli Borneó og Balí í vestri og Celebes og Lombok í austri, eru nú við hann kennd og kölluð Wallacelínan. Wallace hugleiddi þróun lífsins og komst í öllum meginatriðum að sötnu niðurstöðu og Darwin. Eins og hann, las Wallace Malthus og dró af lestrinum sömu ályktanir um baráttuna fyrir tilverunni þar sem hinir hæfustu héldu velli. Það var helst varðandi þróun mannsins sem skoðanir þeirra fóru ekki saman. Báðir töldu að lrkami hans hefði þróast við náttúrlegt val en Wallace, sem var spíritisti, hélt að við mótun manns- hugarins hlytu æðri og yfirnáttúrleg öfl að hafa verið að verki. í febrúar 1858 var Wallace illa haldinn af malaríu á Ternate, smáey í Mólúkkaklas- anum milli Celebes og Nýju-Gíneu. Þaðan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.