Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 31
2. mynd. Punktasveppur á hrossataðsköggli frá Droplaugarstöðum 1963. Myndin er tekin 1999 af þurrkuðu sýni úr plöntusafni Náttúrufrœðistofnunar. Ljósm.: Hörður Kristinsson. SKYLDAH TEGUNDIR Fáeinum öðrum tegundum hefur verið lýst í ættkvíslinni Poronia og eru tvær þeirra, Poronia oedipus og P. erici, fundnar í Evrópu. Sú fyrrnefnda vex á taði kúa, múl- asna og hrossa og hefur aðeins fundist í löndunum við Miðjarðarhaf, en sú síðar- nefnda vex einkum á kanínuskít og var ekki lýst fyrr en 1988 frá eyjum í Norðursjó. Hún reyndist algeng í SA-Ástralíu og er líklegt að hún hafi borist þaðan til stranda Evrópu. Hún er nauðalík P. punctata en hefur stærri gró (Lohmeyer og Benkert 1988; Lohmeyer 1994). Punktasveppur tilheyrir trjákylfuætt (Xylariaceae) og trjákylfubálki (Xylariales). Nafngjafi þeirra er trjákylfan (Xylaria (Xylo- sphaera) polymorpha), sem myndar sót- brún, fínvörtótt, kylfu- eða fingurlaga aldin er vaxa á trjástubbum. Hún er nokkuð tíð í grannlöndunum en óvíst hvort hún vex hér á landi (Dennis 1968). FÆKKUN SVEPPSINS Punktasveppur var algengur í Norðvestur- og Mið-Evrópu fram um miðja 20. öldina, en eftir það snarfækkaði honurn og telst hann nú mjög fágætur eða jafnvel útdauður í sumunr löndum á þessu svæði. Þannig sást hann síðast í Danmörku árið 1967 og bæði þar og í Noregi er talið líklegt að hann sé útdauður. I Svíþjóð er talið að hann vaxi nú aðeins á eyjunni Öland. í Þýskalandi er svipaða sögu að segja, en í Englandi og Frakklandi fannst hann síðast á 9. ára- tugnum. Hann hefur víða verið settur á svo- nefndan válista (red list) yfir tegundir í útrýmingarhættu (Eckblad 1968, Lohmeyer 1994, Petersen 1995o.fl.). Ekki er vitað hvað veldur þessari fækkun sveppsins. Að vísu hefur hestum og sér- staklega ösnum fækkað víðast hvar á meginlandi Evrópu; þeir ganga nú nær eingöngu á ræktuðu landi og eru fóðraðir með höfrum og öðru kornmeti í mun meira 29

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.