Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 37
GUÐRÚN PÁLSDOTTIR Tilvitnanir í Náttúrufræðinginn Tímaritið Náttúrufrœðingurinn var vinsœlt meðal íslenskra vísinda- manna samkvæmt rannsókn sem tók til áranna 1994 og 1995 og byggðist á tilvitnanagreiningu. Hún fólst í því að skoðaðar voru heimildir í ritverk- um starfsmanna fimm stofnana á sviði raunvísinda þessi tvö ár. Stofii- anirnar voru Náttúrufrœðistofnun Islands (Nst), Hafrannsóknastofnunin (Hafró), Rannsóknastofhun fiskiðnað- arins (Rf), Orkustofnun (OS) og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (RALA). I rannsóknina voru tekin flestöll ritverk starfsmanna þessara fimm stofnana ef þeir voru fyrstu höfundar þeirra og vitnað var í heimildir. Skoðuð voru 445 ritverk alls. Voru það greinar í erlendum og innlendum tímaritum, skýrslur, ráðstefnurit og fleira. Megintilgangurinn með rann- Guðrún Pálsdóttir (f. 1949) lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1969 og stundaði nám í íslensku og dönsku við Háskóla íslands 1970-1971. Hún lauk B.A. prófi í bókasafnsfræði með íslensku sem aukagrein frá HÍ 1985 og M.A.- prófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá sama skóla 1999. Guðrún hefur veitt bókasafni Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins forstöðu frá árinu 1985 en sinnir einnig nokkuð útgáfu- og kynning- armálum fyrir stofnunina. Hún var ritstjóri tímaritsins Bókasafnsins 1988-1990 og formaður Félags bókasafnsfræðinga 1992-1994. sókninni var að kanna hversu að- gengilegar heimildirnar, sem vitnað var í, vœru vísindamönnum viðkom- andi stofitana, aðallega hversu mikið af þeim vœri til á bókasöfitum þeirra. Jafhframt var verið að skoða hversu vel ritakostur safnanna nýttist. Var þetta meginhluti ritgerðar til meistara- prófs í bókasafns- og upplýsingafrœði við félagsvísindadeild Háskóla Islands vorið 1999. Ritgerðin heitir Innan seilingar: upplýsingaleiðir vísindainanna og öflun heimilda og byggðist einnig á könnun á heimildanotkun meðal vís- indamanna á fyrmefndum stofnunum og viðtölum við 15 manns um upplýs- ingaleiðir þeirra. Tilvitnanagreiningin leiddi í ljós að í ritverkunum 445 var vitnað til 6.798 heimilda alls og voru 4.330 þeirra (64%) erlendar. Aðallega var vitnað í erlendar tímarits- greinar, en þær voru 56% af erlendu heimild- unum. Bækur voru 20%, skýrslur 14% og ráðstefnurit 7% og það sem féll utan þessara fjögurra meginflokka var aðeins 3%. Er þetta í nokkuð góðu samræmi við þær áherslur í ritakaupum sem eru á bókasöfnum rann- sóknarstofnana. Þar skipa erlend fagtímarit stærstan sess. Tilvitnanir í íslensk rit voru 2.468 (36%) og var skipting þeirra eftir útgáfuformi ólík Náttúrufræðingurinn 69 (I), bls. 35-37, 1999. 35

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.