Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 21
BIRGIR GUÐJÓNSSON
Mat Á
VÍSINDAVINNU
Science Citation Index sem matstæki
ísindavinna er einn af megin-
þáttunum í verðleikamati (meritum)
fræðimanna, t.d. lækna og raun-
----------vísindamanna, og er aðskilin frá
öðrum þáttum, svo sem alhliða þekkingu í
viðkomandi fræðigrein, forystu- og kennslu-
hæfni. Vísindavinna getur verið margs
konar og mat á vísindavinnu er því ekki
einhlítt, en miðast í upphafi m.a. við fjölda
greina sem viðkomandi vísindamaður hefur
fengið birtar í viðurkenndum, ritrýndum
tímaritum. Gildi vísindavinnu er þó fyrst
hægt að meta síðar og margir telja notkun
viðkomandi vísindaverks í vinnu og rit-
störfum annarra vísindamanna, þ.e. sem
tilvitnun, veigamikinn mælikvarða á gildi
viðkomandi vísindaverks.
Science Citation Index (SCI) er gagna-
grunnur þar sem skráðar eru tilvitnanir í
vísindagreinar einstaklinga, þ.e. hversu oft
er vitnað til þeirra í skrifum annarra vísinda-
manna í þekktum alþjóðlegum tímaritum.
Birgir Guðjónsson (f. 1938) lauk cand. med. et
chir.-prófi frá læknadeild Háskóla Islands 1965.
Hann stundaði framhaldsnám í lyflæknisfræði og
meltingarsjúkdómum við Yale-háskólann í New
Haven í Connecticut og varð síðan lektor (assist-
ant professor) þar. Hann hefur lokið sérfræði-
prófum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er Fellow í
American College of Physicians (FACP) og Royal
College of Physicians f London (FRCP) og félagi í
meltingarfræðafélögum í báðum löndunum. Rann-
sóknastörf hans hafa aðallega tengst krabbameini í
briskirtli. Hann er í ritstjórn HPB, tfmarits Inter-
national Hepato Pancreato Biliary Association.
Birgir starfar nú á Læknastöðinni Alfheimum 74
og á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Tilvitnanir í kennslubókum eru ekki skráðar í
grunninn. SCI hefur m.a. verið notaður til
mats ádeildum Háskóla íslands (N.N. 1992)
og í alþjóðlegum samanburði á vísinda-
framlagi þjóða (R.M. May 1997).
Til fróðleiks má geta þess að enn er vitnað
í verk Alberts Einstein 400-600 sinnum á ári
tæplega 50 árum eftir lát hans. Tilvitnanir í
verk íslenskra raunvísindamanna, einkum
lækna og jarðvísindamanna, hafa verið
kannaðar til að fá yftrsýn yfir tilvitnanatíðni
og meta notagildi SCI.
■ EFNI OG AÐFERÐIR
Gagnagrunnurinn Science Citation Index nær
aftur til ársins 1945. Grunnurinn var í byrjun
eingöngu gefinn út í bókarfonrii en síðari ár
einnig í tölvutæku formi á geisladiski.
Bækumar koma út mánaðarlega, en síðar
heildarútgáfa fyrir hvert ár og loks bækur sem
ná yfir 5-10 ára tímabil. Geisladiskamir koma út
á þriggja mánaða fresti og síðar heildarútgáfa
hvers árs. Einnig er nú hægt að komast í
beintengingu við SCI í gegnum Netið, t.d. í
gagnasafninu DIALOG, og nær sú útgáfa
aftur til ársins 1974. Hér á landi em til gögn frá
1978 en eldri upplýsinga verður að leita í
bókasöfnum erlendis.
1 SCI er skráð nafn tímarits, útgáfuár,
bindi og upphafsblaðsíða en ekki titill
viðkomandi greinar. Aðeins er getið fyrsta
höfundar án tillits til fjölda meðhöfunda.
Nöfn höfunda eru skráð í SCI sem eftirnöfn
Náttúrufræðingurinn 69 (1), bls. 19-26, 1999.
19