Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 16
samkvæmt því er þetta lag frá 1104.
Undir því eru 32 cm a£ fokblönduð-
um jarðvegi og síðan gjallkarginn á
Landbrotshrauninu. Sömu gjóskulög
finnast við Seglbúðir en þar hefur
jarðvegsþykknun verið hraðari fram-
an af. Við bæinn Ytra-Hraun voru
tekin 2 snið, annað rétt vestan aðal-
vegarins en sunnan Jónskvíslar. Þar
var jarðvegsþykktin um 1.4 m og
gjóskulögin þau sömu og við Seglbúð-
ir og Þykkvabæ II; einkum sést Ö
1362 vel í því sniði. Hitt sniðið var
tekið í geysiþykku rofabarði skammt
frá bænum sjálfum. Þrír efstu metrar
sniðsins voru mældir nákvæmlega, neð-
ar varð ekki komist með góðu móti,
og neðsta gjóskulagið, sem fannst, er
frá um 1500. Heildarþykkt jarðvegs-
ins þarna er a. m. k. 4 m. Vart eru
meira en 1.5 km milli sniðanna
tveggja við Ytra-Hraun og hér virðist
því um staðbundna þykknun á jarð-
vegi að ræða.
Niðurstaðan a£ jarðvegssniðum inni
á Landbrotshrauninu er sú að þar
finnist ekkert gjóskulag eldra en
meint H 1104. Vlla fannst ekki þrátt
fyrir að leitin beindist beinlínis að
því að finna það lag. Svo virðist því
sem jarðvegurinn þarna sé allur yngri
en landnám á íslandi.
Snið við norðurjaðar Landbrols-
hraunsins
Suðurbakki Skaftár, frá brúnni við
Klaustur og upp fyrir Dalbæjarstapa,
cr allrar athygli verður, og væri vissu-
lega rannsóknarefni einn út af fyrir
sig. Skaftá rennur milli lirauna og
hlíðar og hefur m. a. grafið farveg
sinn í þykkan jarðveg með gjóskulög-
um. Á þessu svæði er það Landbrots-
hraunið sem liggur að ánni, ef frá er
talinn Eldmessutangi í Skaftárelda-
hrauni en hann rann alllangan spöl
niður eftir farvegi Skaftár. Áin hefur
nú grafið frá tanganum báðum meg-
in.
Ofan við Dalbæjarstapa koma gervi-
gígar úr Landbrotshrauni fram und-
an Skaftáreldahrauninu á dálitlu
svæði, þar heitir Svíri. Áin rennur
með frarn þeim og hefur rofið suma
gjallhólana og gert góðar opnur í
jarðveginn á milli þeirra. Það sem
fyrst vekur athygli í þessu sniði er að
í efsta metra jarðvegsins liggja gjósku-
lögin nokkurn veginn lárétt og fylgja
yfirborði hans. Gjóskulögin eru öll
þau sömu og finnast ofan á hrauninu.
Neðsta gjóskulagið í þessurn jarðvegi
er dreif af hvítum vikurkornum,
meint H 1104 eins og áður er nefnt.
í neðri hluta þessarar opnu er hins
vegar fátt um heilleg gjóskulög, þar
finnast aðeins stubbar og slitrur og
lögin liggja alla vega, sum standa upp
á endann en önnur liggja í hlykkjum
(5. mynd). Næst gjallhólunum er þessi
jarðvegur oft rauðleitur en gjóskulög-
in lialda sínum lit að nokkru. Tölu-
vert af núinni ármöl er innan um
jarðveginn og raunar finnst ármöl
einnig í gjalli gervigíganna. Tekist
liefur að þekkja allmörg gjóskulög í
neðri hluta opnunnar, þar á meðal er
tvílitt (svart og hvítt) gjóskulag; ljós-
leitt gjóskulag með nálarlaga kornum
og síðast en ekki síst Vlla, landnáms-
lagið, og var sýni af því efnagreint
til öryggis. Vlla er yngsta lagið í
hreyfða jarðveginunt sem þekkjanlegt
er með vissu.
Svipuð ummerki má víða sjá í ár-
bakkanum. Allvíða standa hraun- eða
10