Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 27
9. mynd. Landnámsmenn á þeim svæðum sem Eldgjárhraunin runnu yfir, aðrir en Eysteinn digri. Hann nam land fyrir austan Geirlandsá og bjó í Geirlandi — sem nú er vestan hennar. Ekki er ljóst af frásögn Landnámu hvar landnám hans hefur verið. — The earliest settlers in the areas affectcd by the Eldgjá lavas. framburði Skaftár úr nýja farvegin- ttm. Þar með er líka hugsanlegt að Eysteinn digri hafi numið hluta þess svæðis sem nú heitir Landbrot og Meðalland og selt Eysteini Hrana- syni Meðalland (sbr. 9. mynd). í Landnámu er ekki getið um bæi þar sem nú heitir Landbrot en sam- kvæmt máldögum frá um 1150 (Dipl. Isl. I, bls. 194—199) var komin byggð þar á 12. öld og líklega strax á 11. öld og þá kemur nafnið Landbrot fyrst fyrir. Hvort nafnið var tengt jarðraskinu sem liraunrennslið olli skal ósagt látið. Þorvaldur Thorodd- sen benti á að allir bæir í Landbroti stæðu í hraunröndinni eða undir henni en ekki uppi á hrauninu (Ytra- Hraun og Eystra-Hraun eru undan- tekningar). Hann líkti aðstæðum þar við aðstæður á Brunasandi í Fljóts- hverfi eftir Skaftáreldana 1783. Eftir að hraunið rann breyttist landið fram undan því til hins betra og 21

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.