Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 36
3. mynd. Geitungurinn Vespula vulgaris L., drottning (lengd 1,5 cm), safnað í geit- ungabúi í Reykjavík 16. 10. 1978. — The common wasp (Vespula vulgaris L.), a queen, collected on 16. 10. 1978 from a tuasp nest in lleykjavik. uninni að gjöf, en það er frá byrjun ágústmánaðar 1951 (2. mynd). Um frekari tilraunir með ræktun býflugna hérlendis er mér ekki kunnugt, en ef lesendur þessarar greinar eru mér fróðari í þeim efnum, þætti mér feng- ur í öllum tiltækum upplýsingum þar að lútandi. Erlendis gegna býflugur mjög þýð- ingarmiklu hlutverki við frævun plantna, og ýmsar tegundir plantna eru beinlínis háðar þeim, hvað fræv- un snertir. Alibýflugur eru talsvert minni cn hunangsflugur, ekki nándar nærri eins stórskornar og miklar um sig. Þær eru ekki heldur eins loðnar, cinkum er afturbolurinn minna hærð- ur. Kltínskelin er einlit svört, eins og hjá hunangsflugunum, en hæringin gráleit eða gulgrá. Geitungar (3., 4. og 6. mynd) til- heyra annarri ætt, geitungaættinni (Vespidae). Þeir eru auðþekktir frá hunangsflugum og býflugum, enda mjóslegnari og miklu minna hærðir. Þá er Jtað litur kítínskeljarinnar sjálfr- ar, sem prýðir dýrin, en ekki liárin, eins og hjá býflugnaættinni. Hver tegund hefur einkennandi litmynstur, oftast svart og gult, sem nota má við tegundagreiningu, en Jró er töluverð- ur breytileiki innan tegundanna. I grófum dráttum er afturbolurinn röndóttur, og eru rendurnar reglu- legar á sumum tegundum en óreglu- legar á öðrum. í hvíldarstöðu eru 30

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.