Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 38
5. mynd. Dæmigert geitungabú, nokkrar samsíða klakhólfaplötur, sent koma í ljós,
er umlykjandi pappírsskurn hefur verið fjarlægð. — A typical internal structure of a
xuasp nest (the surrounding envclope has been removed).
eða hlöðnum vegg. Erlendis eru músa-
holur vinsælir bústaðir. Hjá geitung-
um er mikil fjölbreytni í vali bústaða.
Sumar tegundir velja jarðholur eða
hoht trjáboli, aðrar leita inn í híbýli
við takmarkaðar vinsældir. Svipaða
sögu er að segja um býflugurnar, en
býflugnabændur sjá þó yfirleitt til
þess, að alibýflugur taki sér bólfestu
í Jjar til gerðum kössum, svo að auð-
velt sé að nálgast hunangið.
Drottningin hefur uppbyggingu
búsins, Jiegar hún hefur valið Jjví stað,
en Jtað fer fram á mismunandi hátt
eftir tegundum. Geitungsdrottning
býr til nokkur klakhólf og verpur
einu eggi í hvert Jreirra. Þegar lirfurn-
ar klekjast úr eggjunum, matar drottn-
ingin Jtær á skordýramauki, Jxtr til
Jtær eru fullvaxnar. Þá púpa Jjær sig.
Úr púpunum klekjast vinnudýr (þern-
ur), sem eru ófrjó kvendýr. Drottn-
ingin hættir J>á öllum afskiptum af
byggingaframkvæmdum og fæðuöfl-
un, sem hún eftirlætur Jjernunum, og
tekur til við að verpa eggjum í stór-
um stíl alveg fram á haust. Þernurnar
mata drottningu sína og sjá einnig
um uppeldi lirfanna. Fjöldi geitunga
getur orðið allt að 25000 í búi. Er
hausta tekur búa Jjernurnar til stærri
klakhólf, og lirfurnar, sem }>ar vaxa
upp, fá sérstakt uppeldi, er gerir Jiað
að verkum, að úr Jjeim verða drottn-
ingar og karldýr. Stuttu eftir klak eru
nýju drottningarnar frjóvgaðar, og
leggjast Jiær að }>ví loknu í vetrar-
dvala, en karldýrin og þernurnar
drepast.
Hjá hunangsflugunum er atburða-
rásin svipuð, og nýju drottningarnar
einar lifa af veturinn. Þegar drottn-
ingin skríður úr vetrarhíði að vori
og hefur valið sér stað fyrir bú, dreg-
ur hún Jjurra sinu og mosa í holuna
og býr til úr J)ví nokkurs konar hreið-
32