Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 40

Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 40
 6. mynd. Geitungurinn Polisles gallicus L., þerna (lengd 1,4 cm), safnað í Reykja- vík 27. 9. 1968. — The paper wasp (Poli- stes gallicus L.), a worker, collected in Reykjavik 27. 9. 1968. Það síðara (þerna) fannst í Kópavogi 29. 10. 1973 í vínberjum í vprslun Kron við Álfhólsveg 32 (c/o Sigurður H. Richter). Vínberin voru flutt í verslunina úr birgðastöð viá Reykja- víkurhöfn 18,—19. október. Ekki er hægt að segja til um það ipeð vissu, hvort geitungurinn hafi upphaflega koniið til landsins með vínberjunum. Tegundin er suðlæg, útbreidd við Miðjarðarliafið, í N.-Afríku og Ev- rópu norður til Belgíu, S.-Þýskalands og Tékkóslóvakíu og austur um Asíu til Tapans (Kemper & Döhring 1967; Guiglia 1972). Þessi tegund er auðþekkt frá hin- um geitungstegundunum tveimur, sem fundist hafa hér á landi, en er- lendis eru allmargar tegundir sömu ættkvíslar (Polistes), sem eru tor- greindar frá henni. Hún er í megin- dráttum svipuð Vespula tegundunum á lit, svört með gulum röndum og blettum, en fálmarar eru að mestu gulir (svartir á Vespula). Fyrsti aftur- bolsliður er rniklu mjórri en annar liður (á Vespula er fyrsti liður aðeins lítið eitt mjórri en annar). Þá er þessi tegund nær nakin að sjá, hæringin örfín og lítt áberandi. Búin eru sérstæð. Þau eru lítil, að- eins ein plata með mest um 100 hólf- um og án umlykjandi skurnar (sjá nánari skýringu síðar). Þau líkjast mjög blómklasa körfublóma og standa á stilk, sem festur er á steina, þar sem skjóls nýtur, eða á trjágreinar (Spradbery 1973; Chinery 1973). Þess má geta til gamans, að fundist hefur í Afríku (Tchad) bú ógreindrar teg- undar af þessari ættkvísl, sem valinn var staður á baki hægfara bjölluteg- undar (Verstraeten 1976). Engar líkur eru á því, að tegundin nemi hér land, þar sem hún getur ekki þrifist í svo köldu loftslagi. Vespula germanica F. Eins og fyrr var getið, fannst teg- undin fyrst í Reykjavík í janúar 1937, en Jsað var Geir Gígja, sem safnaði því eintaki (Petersen 1956). Það ein- tak hef ég ekki séð. Á Náttúrugripa- safninu á Akureyri er varðveitt drottn- ing, sem fannst þar í bæ veturinn 1967. Frekari upplýsingar vantar um þann fund. Næst varð tegundarinnar vart haustið 1973 við Menntaskólann við Tjörnina, sem var til liúsa í gamla Miðbæjarskólanum við Tjörnina í Reykjavík. Um töluverðan fjölda geit- unga var að ræða. Sóttu þeir nokkuð inn í kennslustofur skólans, og fyrir kom, að Jreir stungu. Er varla nokkur vafi á Jiví, að þeir hafi átt bú þar við skólann, þó að það hafi ekki fund- ist. Á Náttúrufræðistofnun íslands er varðveitt ein Jrerna, sem fannst inni 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.