Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 58
Kröflueldstöðinni, skammt norðaust- an Mývatns. Gjástykki er hluti af miklu sprungu- kerfi, 5—10 km breiðu, sem liggur í gegnum Kröflueldstöðina, bæði norð- ur og suður, og er hátt í 100 km langt. Þetta sprungukerfi hefur látið öllum illum látum frá því síðla árs 1975, að stórt landsvæði norðaustan Mývatns tók ýmist að bólgna upp eða snögg- síga, samfara hörðum jarðskjálftahrin- unr, sem færðust út eða suður, með um 1—10 mánaða millibili. Nokkur smágos hafa orðið í Kröflueldstöðv- um. Talið er að svæðið bólgni upp vegna ríkulegs rennslis hraunkviku í kvikuþrær undir svæðinu, en sígi vegna þess að bráðin hraunkvika ryðst snögglega lárétt út úr kviku- Iiólfunum eftir lóðréttum sprungum neðanjarðar (sprungugliðnun). Getur það ýmist orðið norður eða suður eftir sprungubeltinu, tugi kílómetra út frá Kröflu. Farið er að kalla slíkt kvikuhlaup og er nýyrði. (Sjá t. d. Páll Einarsson 1976, 1977, 1978; Axel Björnsson o. fl. 1977; Oddur Sigurðs- son 1977; Karl Grönvold o. fl. '1978; Bryndís Brandsdóttir o. fl. 1978). Vert er að vekja athygli á því, að þetta eru skýringartilraunir á viðburðunum í Kröflu og varla fullsannaðar. Eldstöðvar i Kerlingarhúlum Hraun og eldstöðvar, sem tilheyra Kröflu, ná allt norður að Hrútafjöll- um, um 15 km norður frá Leirhnjúk (Krafla er hér notað um Kröflueld- stöðina í heild). Síðan eru ekki aðrar nútíma eldstöðvar á þessu mikla sprungukerfi allt norður í Öxarfjörð, utan ein til tvær, en það eru Kerling- arhólar í Gjástykki, um 30 km í norð- ur frá Leirhnjúk, og Skinnstakka- nibba, fáurn kílómetrum norðar og vestar, sem liklega er sjálfstæð eldstöð með hrauni (sjá kort 1. mynd). í Gjástykki er víða mjög skuggalegt umhorfs vegna mikils umróts í land- skjálftum, bæði að fornu og nýju. Þar er allt í gapandi gjám og gjótum, sig- stöllum og sigdölum og hinar mestu ótræður. Ekki hefur fríkkað þar síð- ustu missiri. Einn lengsti sigstallurinn heitir ýmsum nöfnum á ýmsum stöð- um, t. d. Kerlingarveggur sunnarlega og Hólsgjá nyrst, kunn úr þjóðsögum. Þar átti köttur að hafa komið upp, sem týndist niður um baðstofugólfið í Reykjahlíð við Mývatn, aðrir snúa ferðum kattarins við, og fleiri eru út- gáfur. Á þessum sigstalli eru eldstöðvar Kerlingarhóla, 4—6 km í suður frá bænum Undirvegg, og láta þær ekki niikið yfir sér tilsýndar. Þarna eru þrjár hraunhæðir á stallabrúninni, eða þrír allmiklir hraunhaugar, að- skildir af lægðum, og skaga nokkra tugi metra yfir umhverfið. Gígkatlar, 5—7, liggja um hæðirnar á línu NNA- SSV og benda til upphafs í gos- sprungu. Syðstu gígarnir þrír eru al- veg á stallabrúninni, en norðar víkur stefna gossprungunnar, sem er um 3 km löng, til ögn norðlægari stefnu en sigstallurinn. Syðsta hæðin er nafn- laus, sú í miðið Syðri-Kerlingarhóll og nyrsta þæðin Ytri-Kerlingarhóll, að sögn ísaks Sigurgeirssonar, bónda á Undirvegg. En sumir kalla þá nyrstu Háahraun (sjá kort, 6. mynd). Hraunrennsli til austurs frá hraun- hæðunum, ofan í ca. 2 km breiðan sigdal, hefur þurrkað út 5—10 m há- an sigstallinn á löngum kafla, en til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.