Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 61

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 61
urs og hálfan kílómetra til norðurs, í breiðum hrygg. Aðalhraunmagnið myndar bunguna Syðri-Kerlingarhól. Við norðursporð Syðri-Kerlingar- lióls tekur strax við önnur allmikil og breið hraunbunga, Ytri-Kerlingarlióll (Háahraun). Hér hefur hraunrennsli orðið miklu mest, hlaðið upp breiðri bungu með litlum halla, nema til jaðranna og svo til norðurs, undan halla landsins. Allmikill luaunketill, samur að gerð og áður er lýst, er syðst á bung- unni og liggja frá honum neðanjarð- argöng a. m. k. í þrjár áttir. Opin rás á austurbarmi hans stingur sér fljót- lega niður í hellisgöng, sem bugðast austur í sigdalinn a. m. k. 400 m leið (4. mynd). Önnur mikil göng hefjast í niðurfalli rctt vestan ketilsins og liggja norðvestur, fyrst sem víður hellir, allt að 8 m breiður í gólfi og 2—4 m hár undir loft, breytist svo í hrauntröð, 30—40 m breiða, tæpan kílómetra frá upptökum, og síðan breiðir ltraunið úr sér til norðurs og norðvesturs. Ófrýnileg, holbekkt niðurföll eru í þaki Jiessa langa hellis og hafa í upp- ltafi verið opnar vakir í hellisloftinu. (Um myndun slíkra liella sjá t. d. greinar Guðmundar Kjartanssonar, Náttúrufr. 1949). Bakkar hrauntrað- arinnar eru holir og mikið hefur flætt upp yfir vakarbarma, sem sést best á Jtví, að hraunbreiðan er jafnhæst út frá hellisgöngum og tröð. Þykkar skvettur og bogadregnir gárar liggja [tvert út frá hraunánni, auk þess snotr- ar, hvelfdar hraunpípur. 55

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.