Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 77
eyri gefið út. Ritstjóri hefur frá upphafi
verið Hörður Kristinsson grasafræðingur.
Verð Jressa heftis er kr. 3.000.— og er
hægt að panta Jiað frá Náttúrugripasafn-
inu á Akureyri.
Heftið er 72 síður og er allt skrifað á
cnsku. Meginefni Jjess er grein upp á 62
síður um Jrörunga sem lifa í og á jarð-
vegi, einkum rökum jarðvegi, á Glerárdal,
eftir Paul A. Broady, Háskóla Newcastle
upon Tyne, Englandi. Þar er um 200 teg-
unda [ressara smásæju lifvera getið og
Jreim lýst nokkuð, en á þessu sviði hefur
lítið verið aðhafst liér á landi og mikið
verk er Jrar enn óunnið víðs vegar um
land.
Tvær greinar til viðbótar eru í lieftinu.
Hörður Kristinsson hefur tekið saman sjö
síðna skrá yfir nýlega skrifaðar ritgerðir
um íslenska grasafræði, eftir innlenda og
erlenda höfunda. Þetta er fjórða skráin
af þessu tagi, sem Hörður hefur gert, og
hafa Jrær allar birst í þessu sama riti, en í
henni cr getið 108 ritgerða sem á einhvern
hátt snerta íslenskar plöntur eða gróður-
far.
I síðustu grein ritsins er lýst nýrri unda-
fífilstegund úr Fljótshlíð, og er sú grein
eftir Ingimar Óskarsson.
Eyþór Einarsson.
Birki fundið í Hornvík
í grein sem birtist í 45. árg. Náttúru-
fræðingsins (Eyjrór Einarsson, 1975) gat
ég Jrcss að birki (Betula pubescens Ehrh.)
væri ekki algengt á Hornströndum. Aust-
antil hefði Jrað ekki fundist norðar en í
Barðsvík, en vestantil yxi [rað með vissu
í Rekavík bak Látur og ekki væri ósenni-
legt að það yxi einnig í Fljótum. Aftur á
móti taldi ég vafasamt, að birki hefði
nokkurn tíma vaxið á svæðinu milli
Fljótavíkur og Barðsvíkur, Jjar væri hrein-
lcga komið norður fyrir útbreiðslumörk
Jress hér á landi.
Síðastliðið sumar fór ég nokkuð um
Hornstrandir og bætti ýmsu við vitneskju
mína um svæðið frá Hornvík suður til
Reykjafjarðar. Það sem mér þótti einna
nrarkverðast var gróskumikil laut í hlíð-
inni rétt utan Víðirsár í vestanverfjri
Hornvík, því í Jreirri laut óx m. a. birki,
en Jró ég hefði komið fimnr sinnum áður
í Hornvík hafði mér sést yfir þessa fögru
birkilaut. Hún er í um það bil 60—70 nr
hæð yfir sjávarmáli, í allbrattri hlíð og
veit mót austri; breidd hennar er 3—4 m
en hún er nokkru meiri á hinn veginn.
Birkið í lautinni var álíka hávaxið og
Jrað birki sem ég hef séð í öðrum áþekk-
um lautum, og sagt er frá í áðurnefndri
grein í Náttúrufræðingnum, [rað náði rétt
upp fyrir barma lautarinnar og virtist
Jrannig ekki vera hærra en það að snjór
nái að hlífa Jrví á vetrum. Aðrar tegundir
sem Jrarna bar mest á voru blágresi (Ger-
anium sylvalicum), brennisóley (Ranun-
culus acris), maríustakkar (Alchemilla),
bugðupuntur (Deschampsia flexuosa), ilm-
reyr (Anthoxanthum odoratum), finnung-
ur (Nardus stricta), aðalbláberjalyng (Vac-
cinium myrtillus), gulvíðir (Salix phylici-
folia) og smjörgras (Bartsia alpina), en
nokkrar fleiri tegundir blómplantna uxu
Jrar. Þrátt fyrir nokkra leit fann ég ekki
birki nema í þessari einu laut [jarna í
hlíðinni.
Af framansögðu er ljóst, að varla er
hægt að tala um nokkur norðurtakmörk
birkis hér á landi, að minnsta kosti ekki
á Hornströndum, úr því birki vex í Horn-
vík. En Jjað er jafnframt augljóst, að á
þessum norðlægu slóðum þrífst birkið ein-
ungis í skjólgóðum og gróskumiklum laut-
um, þar sem snjórinn hlífir Jjví yfir vet-
urinn.
71
Eyþór Einarsson.