Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 78

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 78
Ritfregn Nfirrevang, Arne. 1977. Fuglefangsten pa Fcerperne. 275 bls. 62 litmyndir, 47 svart-hvítar myndir, 28 teikningar og 2 línurit. Rhodos, K0benhavn. 19.555 ísl. kr. (23. 3. 1979). Á dönsku. Þessi bók fjallar um sjófuglaveiðar í Færeyjum og þær hefðir, sem myndast hafa í kringum þær veiðar. Margt er skylt með hefðbundnum fuglaveiðum Islend- inga og Færeyinga, svo sem veiðitæknin og hvaða fuglategundir hafa verið nytj- aðar. Ég er því sannfærður um, að bókin höfði til margra Islendinga,, Fyrstu þrír kaflarnir fjalla um Færeyj- ar, fortíð og byggðaskipan, að formálan- tim slepptum. Þá er getið þeirra fugla- tegunda, sem hefðbundnar nytjar hafa myndast um, en þær eru: langvía, álka, lundi, súla, skarfar, rita og áður fyrr geir- fugl. Rúmur helmingur bókarinnar fjallar um eyjarnar eina af annarri. Mjög ýtar- legar lýsingar eru gefnar á komutíma fugl- anna og veiðistöðunum, skiptingu aflans, veiðitímans og veiðistaða milli einstakra veiðimanna og býla. Veiðitækjum, veiði- aðferðum og nýtingu aflans eru einnig gerð góð skil. Inn á milli er skotið ýms- um sögum af veiðiferðum, málaferlum og slysum. Þá eru smákaflar um nýtingu fugla- bjarganna til fjárbeitar og um hjátrú og trúarvenjur. Langur kafli fjallar um friðlýsingar fuglabjarganna. Ástæður að baki þeim eru raktar vandlega. I sér kafla er lýst, hvernig menn bera sig að við veiðarnar, og er einnig tækjunum lýst nákvæmlega. Síðan er lýst, hvernig veiðiaðferðirnar hafa þróast, eftir því sem kostur er. Tölur um árlega fuglatekju í Færeyjum eru fá- ar, en ljóst er, að veiðin hefur verið nokk- ur hundruð þúsund fuglar á ári, þó að sveiflur hafi verið miklar í eftirtekjunni. í seinustu tveim köflum bókarinnar leitast höfundur við að sýna, að með hefð- um og þekkingu hafi veiðimennirnir um aldir nýtt fuglabjörgin á skynsamlegan hátt, þannig að um ofveiði hefur ekki verið að ræða. Þessir kaflar eru slökustu hlutar bókarinnar. Það hefði verið ástæða til að fara nánar út í lifnaðarhætti teg- undanna, enda þótt höfundur hafi fyrst og fremst tekið sér á hendur að lýsa hefðum fuglaveiðanna, áður en þær hverfa. Bókin er skrifuð á auðlesnu máli, þó miklar tilvitnanir geri hana nokkuð sein- lesna á köflum. Brotið er mjög stórt. Ævar Petersen.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.