Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 25
Mynd 1. Selsundsvikurinn inn af Selsundi. Ef myndin prentast vel má greina Freystein Sigurðsson jarðfræðing hvar hann sveimar einn um vikurauðnina. - The Selsund pumice at the Selsund farm. Note the lonesome geologist in the pumice desert. þeim 2-3 cm þykkt lag samsett úr nokkrum þunnum leirkenndum lögum (hvörfum). Vikurhlaupið virðist hafa ruðst fram í tveimur hrinum með stuttu hléi á milli. í fyrri hrinunni hef- ur komið óblönduð vikureðja, en í þeirri síðari hefur vikurinn verið meira vatnsblandaður og hefur seinni hrinan verið líkari þeim hlaupum sem lýst var hér að framan. Við Selsundslæk, ofan við bæinn Selsund er mikið um jarðvegstorfur, greinar og trjáboli í efra vikurlaginu. Stærsti stofninn sem sem þar hefur verið mældur reyndist vera rúmir 6 m að lengd og 28 cm að gildleika og stóðu greinar út frá honum. Hlaupið hefur augljóslega farið yfir vöxtulegan birkiskóg og rifið upp stórviði, sem hafa borist með vikurflaumnum (mynd 2). Innan við Selsund sést undir vikurinn þar sem hann liggur ofan á jarðvegi með gjóskulögum. Þar hefur hlaupið ekki farið út í stöðuvatn. Hvergi sjást þess merki að vikurinn hafi verið verulega heitur er hann rann fram. Selsundsvikurinn má rekja til Ytri- Rangár og lög af honum liafa víða fundist með ánni, frá Réttarnesi allt niður í Safamýri. Ferill hlaupsins verð- ur rakinn nánar síðar í greininni og á mynd 4. í jarðvegssniðum við Merkihvol, í Réttarnesi og við Hellu kemur í ljós að Selsundsvikurinn er enginn einstæð- ingur. A.m.k. tvö önnur umtalsverð vikurhlaup hafa komið í Ytri-Rangá á forsögulegum tíma. Selsundsvikurinn myndar þó mesta hlauplagið, en sitt hvoru megin við hann eru önnur hlauplög og verður ekki betur séð en að þau séu tengd gjóskugosunum H3 og H4. (Sjá myndir 3, 5 og 6). 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.