Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 32
teigslæk við Næfurholt. Hlaupfarveg- irnir teygja sig lengra norður með Heklu en tekist hefur að sjá merki um í H3 eða Selsundsvikursgosunum. Hlaupfarinu má síðan fylgja niður með Rangá og a.m.k. niður að Hellu. Álma úr hlaupinu hefur flætt yfir til Þjórsár um hraunin við Klofa og Skarð á Landi, sem sjá má af vikurdyngjum sem þar sitja enn í hraunbollum (snið 14 á mynd 6), og frá Þjórsá hefur vikurinn borist í stórum stíl til Stóru- Laxár. Niður með Þjórsá og Hvítá hafa hins vegar ekki fundist veruleg ummerki þessa hlaups, (mynd 4 B). Selsundsvikur. Gosið sem myndaði Selsundsvikurinn hefur verið all sér- stætt. Stór hluti gjóskunnar hefur af einhverjum ástæðum leitað með jörðu frá eldstöðvunum (mynd 4 C). Vikur- eðjan hefur að mestu flætt til suðvest- urs frá fjallinu, um sundið mill Sel- sundsfjalls og Vatnafjalla. Hún hefur komist inn í dalkvosina sem Selsunds- bærinn er í úr suðri og farið svipaða leið og Suðurhraun rann löngu síðar. í kvosinni hafa þykk vikurlög sest til. Við Selsund hverfur vikurinn undir Norðurhraun en kemur framundan því á ný þar sem það teygir ystu totu sína út um skarð, sem fyrir daga hraunsins var útfall Selsundslækjarins úr dal- kvosinni. Vikurrastirnar má rekja það- an sem þær koma undan hrauntot- unni, niður með Kanastaðalæk, að Selsundslæk ofan við Svínhaga og til Rangár. Meiri hluti vikurhlaupsins hefur þó flætt fram sunnar og farið skemmstu leið til suðvesturs frá Sel- sundsfjalli, yfir hraunin norður af Gunnarsholti og náð Rangá á svæðinu milli Víkingslækjar og Heiðarlækjar. Þaðan má rekja vikurlögin niður með Rangá allt niður í Safamýri neðan Bjóluhverfis. Röst úr þessu hlaupi hef- ur komist vestur yfir Rangá og flætt um hraunin hjá Skarði og Klofa líkt og H4-hlaupið sem lýst var fyrir skemms- tu, (snið 14 á mynd 6). Selsundsvikurinn hefur tiltölulega lítið verið kannaður miðað við önnur súr gjóskulög frá Heklu, t.d. H3 og H4. Stærð og umhverfisáhrif gossins sem spjó þessum vikri virðast þó hafa verið vanmetin til þessa. í jarðvegi sunnan og vestan Heklu ber lítið á loftborinni ösku frá þessu gosi. Næst fjallinu kemur hún fram sem þunnt, tvílitt gjóskulag, neðri hlutinn ljós, en efri hlutinn dökkur. Þegar fjær dregur sést aðeins örþunnt dökkgrátt ösku- band. Útbreiðsla lagsins til annarra átta er minna þekkt. Aldur lagsins má reikna út frá jarðvegsþykktinni milli þess og H3 lagsins ofan við það og H4 lagsins neðan við það. Þetta hefur ver- ið athugað í 5 jarðvegssniðum. Þar kemur í ljós að Selsundsvikurinn er þar nánast nákvæmlega mitt á milli. Það þýðir að vikurinn er 600 árum eldri en H3 og 600 árum yngri en H4 eða um 3400 ára. Önnur gos. Enn sem komið er hafa ekki fundist verksummerki vikur- hlaupa samfara stóra, súra Heklugos- inu H5, en ábendingu um vikurhlaup í gosinu 1104 er e.t.v. að finna í bökk- um Þjórsár hjá Stóra-Hofi, (snið 10 á mynd 6) og í bökkum Rangár nálægt Réttarnesi (snið 3 á mynd 5). „GRAND FINALE“ Rannsóknir á gossögu Heklu hafa hingað til að mestu stuðst við vitnis- burð loftborinna öskulaga. Þykkt þeirra og dreifing um landið sýna ljós- lega hvílíkar náttúruhamfarir stórgos í fjallinu eru. Þætti vatnsins hefur minni gaumur verið gefinn. Vikurhlaupin í fljótum Suðurlands samfara gosunum eru þó órofa hluti í hinum fjórþætta 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.