Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 24
Sigurður Þórarinsson (1968) getur um hlaup í Rangá samfara Heklugos- inu 1766. Rangá ytri stíflaðist um hríð af hinu mikla vikurfalli, og varð flóð í henni, er hún ruddi sig. Bæði hún og Þjórsá báru ógrynni af vikri til sævar, og bárust miklar hrannir af því með ströndinni allt vestur í Reykjanesröst og síðar nær allt í kringum landið. Á hafinu undan suðurströndinni flutu vikurbreiður, sem róðrarbátar komust ekki í gegnum. Þegar íslandsför héldu utan í október- mánuði, voru enn vikurrastir á sjónum. Þorskar, sem veiddust eftir gosið, voru með fulla maga af vikri. Oddur Erlendsson bóndi á Þúfu á Landi ritaði um vikurflug og vatna- gang í Heklugosinu 1845. í dagbók hans 1847 er eftirfarandi lýsing : Strags kom so mikjið vatnshlaup í itri Rángá - sem hefur sín upptök vestur útnorður af fjallinu, og rennur jafnsíðis því til sjáfar, vestan undir Næfurholts- fjöllum - að hún ógs á bakka og varð náliga vellandi, færði það með sér jökulfor mikla, so áin varð ljósblá að lit - sem en er þó annars tært uppsprettu- vatn - og ófær að öllu leíti, drapst þá allur silúngur í henni og rak upp mikjið af honum, fundust hjerumbil 200 af honum á fáum bæjum miðsvæðis með ánni, og var það smæðsta af silung þess- um morkjið af hitanum sem í ána kom, þverraði hún samt aptur um kvöldið og varð fær ifirferðar,.... Guðmundur Kjartansson (1951) gerði nákvæma úttekt á flóðum þeim, sem urðu við upphaf gossins 1947. Samkvæmt útreikningum hans hlupu þá þrjár milljónir rúmmetra vatns af Heklufjaili út í Ytri-Rangá. Vatnsborð árinnar hækkaði til muna og í Árgili, skammt ofan Réttarness, var flóðfarið 3,6 m yfir venjulegu vatnsborði árinnar. Þegar þetta er haft í huga skyldi engan undra þótt nokkur ummerki vatnshlaupa og vikurflóða, sem rekja má til stóru gjóskugosanna í Heklu, finnist á Suðurlandi. FORSÖGULEG VIKURHLAUP í YTRI-RANGÁ í riti sínu „Hekla“ lýsir Guðmundur Kjartansson (1945 bls. 35) þykku vatnsbornu vikurlagi við Selsund, sunnan undir Heklurótum (mynd 1). Þetta lag er nefnt Selsundsvikur. Upp- haflega var það nefnt H2, en það reyndist óheppilegt þegar í ljós kom, að Selsundsvikurinn er eldri en H3 en ekki yngri eins og fyrst var talið. í öskulagasniðum er hann oft skamm- stafaður Sv (Sigurður Þórarinsson 1968). I öskulagasniðum sem fylgja þessari grein er hann nefndur HSv til samræmis við önnur ljós gjóskulög úr Heklu. Guðrún Larsen og Sigurður Þórarinsson (1977) lýsa Selsundsvikr- inum svo (þýtt úr ensku) : Selsundsvikurinn varð að líkindum til í gosi í kyrru vetrarveðri fyrir um 3500 árum. Megnið af lieitum vikrinum og gosbombunum virðast hafa fallið á snævi þaktar suðvestur hlíðar Heklu en borist þaðan í leysingarflóðum, sern af gosinu leiddu, niður yfir hraun- breiðurnar suðvestur af Heklu. 2—3 m þykkt lag af Selsundsvikri settist til í stöðuvatni sem á þeim tíma var í dals- mynninu milli Selsundsfjalls og Bjól- fells. Vikurinn barst einnig lengra til suðvesturs, til Ytri-Rangár. Þetta eru einu heimildirnar um hlaup tengt forsögulegu Heklugosi. Vikurlögin þykku inn af Selsundi eru víðast tvískipt. Neðri hlutinn, 1,0 — 1,5 m, er ljósgrár, ólagskiptur, þéttur og fínkornóttur glersalli með stórum, núnum vikursteinum, oft 10-15 cm á lengd. Efri hlutinn, 3-4 m, er gróf- kornóttur, vatnsnúinn vikur, ólag- skiptur og hvítgrár. Skilin eru nokkuð ójöfn og sums staðar hefur myndast á 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.