Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 28
Þessi möl er að mestu gerð úr ljósgui- leitum, ávölum, plötulaga vikurmol- um, oftast um 0,4 cm á lengd. Inn á milli og einkum þó ofan til eru fok- moldarlinsur. Þegar neðar dregur verður vikurinn hreinni. Vegna vatns- aga í skurðbotninum sést ekki hvað er undir vikrinum. Vikur með þessum einkennum, sést víða inn með Vörðufelli. Hann má rekja allt að Stóru-Laxá og í bökkum hennar frá ármótum við Hvítá og að brúnni við Hrepphóla. Einnig finnst vikurinn í hinum forna farvegi Sand- lækjar milli Þjórsár og Stóru-Laxár. Á þessu svæði er vikurinn víða í þykkum dyngjum. Þar sem vikurinn var athug- aður bar hann þess alstaðar merki að vera vatnsfluttur. Bæði útlitseinkenni hans og afstaða til annarra gjóskulaga í jarðvegi gefa til kynna, að hann sé kominn úr H3 gjóskugosinu í Heklu. Þykkt loftborinnar gjósku úr þessu gosi er innan við 1 cm á þessum slóð- um og í jarðvegssniðum kemur hún fram sem þunnt dökkgrátt fínsendið lag. Það er útilokað að þetta mikla vikurmagn geti stafað af gjósku sem hefur borist í lofti inn á svæðið (mynd 4 D). í Nesey í Stóru-Laxá eru ummerki um tvö vikurhlaup. Hið yngra er það sama og finnst á Skeiðunum og er tengt H3. Ýmis rök hníga að því að eldra lagið muni komið úr H4 gjósku- gosinu í Heklu. Vikurinn er hvítur, vel ávalaður og þéttur, ólíkur vikrinum í efra laginu. Óhugsandi er að H4 vikur- inn sé loftborinn þangað, af sömu ástæðum og nefndar voru í sambandi við H3. Þykkt H4 gjóskunnar er 4-6 cm á þessu svæði, (Sigurður Þórarins- son 1976). í Árnesi, finnst vatnsflutt- ur, hvítur vikur, að því er virðist bæði úr H3 og H4, sjá snið 9 á mynd 6. Ljós vatnsnúinn vikur er áberandi efni í rofbökkum og áreyrum niður með Þjórsá og Ölfusá og einkum á það við um árósana. í fjörunni vestan við Eyrarbakka og við Ölfusárósa er Hekluvikur mjög áberandi. Vafalítið er um að ræða skolaðan og endurflutt- an vikur úr áðurnefndum hlaupsetum. VANGAVELTUR UM VIKURHLAUPIN H3. Nú má reyna að gera sér í hug- arlund þær hamfarir sem ollu vikur- hlaupunum. Byrjum á hugsanlegri at- burðarás í H3 gosinu. í gífurlegum umbrotum þessa goss, sem hlóð upp margra metra þykku gjóskulagi í nánd við eldfjallið á skömmum tíma, hafa allar ár í nágrenni Heklu breyst í þykk- an vikurgraut, sem hneig fram líkt og kekkjóttur hafravellingur. Árnar hafa stíflast, bólgnað upp og flætt yfir bakka sína, líkt og þekkt er frá gosum á sögulegum tíma, nema hvað hér var um margfalt meira efni að ræða (eins og tafla I ber með sér). Mikið magn af vikri hefur borist í Ytri-Rangá og Þjórsá og bylst með þeim til sjávar (mynd 4 D). Á árbökkunum hafa vikurrastirnar setið eftir og á marflötu láglendinu við Sauðholtsnes og í Safa- mýri hefur hlaupvikurinn breiðst yfir stór svæði. Á þessum tíma hefur Þjórsá væntanlega runnið í einum ál austan við Árnes, en farvegurinn, sem meginhluti árinnar rennur nú um norðan og vestan við Árnes, virðist ekki hafa myndast fyrr en eftir að land byggðist. í hlaupinu hefur Þjórsá flætt yfir bakka sína neðan við Búðafoss og mikill áll úr henni flætt vestur með jaðri Þjórsárhrauns fyrir neðan Stóra- hof og Sandlæk og um Sandlækjarós til Stóru-Laxár. Á flötunum við ána, milli Vörðufells og hinna fornu strand- myndana suður og vestur af Hrepphól- um, hefur um skamma hríð myndast dálítið lón með yfirborð í 60—70 m y.s. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.