Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 44
Milli jökulgarðsins og jökuljaðarsins myndast oft smávötn og sandbleyta er þar mikil. Jökullinn hefur gengið fram árið 1812 en þó ekki náð aðal jökul- görðum, sem beinast liggur við að telja að séu frá 1784. 1835 Þetta ár er Björn Gunnlaugsson við landmælingar í Vestur-Skaftafellssýslu og á íslandskorti hans (Björn Gunn- laugsson 1844) virðist vera nokkuð bil milli Lómagnúps og Skreiðarárjökuls, vart minna en 1000 m. 1857 í grein sem Amund Helland (1882) skrifaði eftir ferð sína um Vestur- Skaftafellssýslu árið 1881: „Denne Bræ [þ. e. Skeiðarárjökull - innskot höfundar] smelter forti- den af og trækker sig dygtigt tilbage. For 24 Aar siden var Bræens Af- stand fra Fjeldvæggen nordenfor Lómagnúpr kun 60 Favne . . . “ 1859 í sóknarlýsingu Kálfafellssóknar í Fljótshverfi segir séra Jón Sigurðsson (1859): „Fyrir mörgum árum hljóp jökull þessi vestur í fjallið fyrir innan svo- kallaða Lambhagahellu, austan (verðt) og innanverðt við Lómanúp, en gekk svo smám saman til baka aptur. Aptur fyrir fáum árum hljóp hann vestur að Núpsvötnum en er nú mikið til baka genginn. Og nú síðan í fyrra vor 1858 heldur hann en á ný fornri stefnu. Ekki vita menn það að jöklar þessir aukist." Seinni framgangurinn, sem minnst er á gæti átt við árið 1857 en þá var fjarlægðin milli jökuls og Seldalsaxlar aðeins, 60 faðmar (þ. e. 100 m) eins og getið er hér að framan. Óvíst er hvenær fyrri framgangur hefur átt sér stað, en vera má að átt sé við fram- hlaupið 1784, en einnig kemur til greina að framgangur hafi orðið á fyrri hluta nítjándu aldarinnar, sem ekki eru aðrar heimildir til um. Það tel ég þó fremur ólíklegt. Athyglisvert er að séra Jón minnist ekki á að lón hafi myndast er jökullinn gekk að Lóma- gnúpi og bendir það til, að hlið hafi verið á milli jökuls og hlíðar, sem áin hafi fallið um. 1871-1874 Englendingurinn W.L. Watts kont þrisvar til íslands, 1871, 1874 og 1875. 1 öll skiptin ferðaðist hann um Fljóts- hverfi og fór inn að Vatnajökli þar uppaf. í bók sinni (Watts 1875) segir hann um suðvesturhornið á Skeiðar- árjökli og er hann að bera saman legu jökuljaðarsins 1871 og 1874: „The glacier upon the east side of the river has advanced, I should say half a mile, there being much more sand mingled with ice and nevé, . . . “ og ennfremur: „Although the glacier has advanc- ed, it has lost considerably in height, and is altogether altered in appearance." Skeiðarárjökull hefur að því er virð- ist gengið fram um 800 m frá árinu 1871 og má ætla að hann hafi náð framundir garðinn. Einnig er tekið fram að jökullinn hafi lækkað eins og jafnan gerist um leið og hann hleypur fram. 1880-81 Amund Helland (1882) lýsir í beinu framhaldi af klausunni við 1857: „ . . . men nu er denne Afstand mindst 400 Favne. Ifra Sommeren 1880 til 1881 antoges Bræen at liave trukket sig 100 Favne tilbage. Men samtidigt med, at Bræen har trukket sig tilbage, saa er den afsmeltet, saaledes at dens Mægtighed er væs- 38

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.