Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7
Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur — Minningarorð Sigurður Þórarinsson, jarðfræðing- ur, lést á Borgarspítalanum að kvöldi þriðjudagsins 8. febrúar 1983. Bana- mein hans var hjartabilun. Sigurður kenndi þessa sjúkdóms á föstu- dagsmorgun 4. febrúar og varð sjúk- dómslegan því stutt. Ég heimsótti hann þetta þriðjudagskvöld og virtist mér hann tiltölulega hress, svo að mér brá ónotalega þegar ég frétti tveimur tímum síðar að hann væri látinn, hrif- inn beint úr önn dagsins þar sem hann vann síðustu vikurnar að ritgerðum um Skaftárelda. Sigurður Þórarinsson var fæddur á Hofi í Vopnafirði 8. janúar 1912 og alinn upp á Teigi í sömu sveit. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Snjólaug Sig- urðardóttir, járnsmiðs á Akureyri, fædd 4.12.1879 og dáin 30.3.1954, og Þórarinn Stefánsson bóndi í Teigi, fæddur 16.5.1875 í Fossgerði (Stuðla- fossi) í Jökuldal og dáinn 28.5.1924. Sigurður naut barnafræðslu heima fyrir og hjá prófastinum á Hofi, séra Einari Jónssyni. Þótti hann snemma gæddur góðum námshæfileikum. Þótt efnin væru ekki mikil varð þó úr að hann settist í annan bekk Gagnfræða- skólans á Akureyri haustið 1926. Hann var afbragðs námsmaður og nokkuð jafnvígur á allar greinar. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1931. Að stúdentsprófi loknu hafði hann aðallega áhuga annars vegar á latínu og bókmenntum og hins vegar á nátt- úrufræði, einkum jarðfræði. Það mun þó hafa auðveldað valið milli þessara námsgreina að Pálmi Hannesson kenndi honum náttúrufræði að hluta við Menntaskólann á Akureyri og svo einnig, að um þessar mundir var auð- veldara að fá styrki til náms í jarðfræði en latínu eða bókmenntum, en þá var mikill hörgull á náttúrufræðilega mennt- uðum mönnum hérlendis. Haustið 1931 hélt hann til náms við Hafnarháskóla og innritaðist í jarð- fræði. Vorið 1932 lauk hann prófi í forspjallsvísindum, þ.e. cand. phil,- prófi. Ekki ílentist hann í Kaupmanna- höfn, en hélt haustið 1932 til Stokk- hólms og innritaðist í háskólann þar í jarðfræði og landafræði. Ástæðan fyrir þessum skiptum mun einkum hafa ver- ið sú að honum þótti kennslan í Höfn heldur gamaldags. í Stokkhólmi voru jarðfræði og landafræði hins vegar mjög blómleg, enda áttu Svíar þá á að skipa heimsfrægum mönnum, t.d. Gerard de Geer, þekktum fyrir hvarf- lagatímatal sitt, og Lennart von Post, frumkvöðli í frjógreiningu. Einnig var þá nýkominn til Stokkhólmsháskóla Hans W:son Ahlmann, landmótunar- fræðingur, sem Sigurður starfaði síðan með um langt árabil. Allir voru þessir heimsfrægu fræðimenn kennarar hans og varð vart á betra kosið um kennara- lið í jarðvísindum við háskóla á þess- um tíma. Sigurður lauk fil.kand.-prófi við Stokkhólmsháskóla 1938 í jarðfræði og landafræði með bergfræði og grasa- fræði sem aukagreinar. Fil.lic.-prófi Náttúrufræðingurinn 54 (1), bls. 1-7, 1985 l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.