Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 22
eftir plöntunni. Flóðapuntur vex í vot- lendi, grunnum tjörnum, síkjum, flóð- um og skurðum. Utan Suðurlandsund- irlendis er hann til á Suðvesturlandi og í Borgarfirði. Munu margir kannast við þetta hálfhalla, puntmjóa gras. Flóðapuntur er gömul villikornjurt, kölluð mannagras á færeysku, manna- gryn á sænsku, mannasötgras og manna- södgræs á norsku og dönsku. A þýsku er til nafnið Himmelstau (himinsdögg) á jurt þessari. Nafnið manna er komið úr biblíunni. Það var eitthvað ætt sem rigndi yfir ísraelsmenn í eyðimörkinni þeim til bjargar. Kannski var það fléttutegund, sem mikið var af sums staðar á klettum, borin af vindinum. En hvernig stendur á „sætu“ nöfn- unum? Jú, jurtin er sykurrík, einkum fræin, og einnig er talsverður mjölvi í þeim. Kornin, mannagrjónin, voru fyrrum tínd til matar í ýmsum löndum. Sænski grasafræðingurinn og læknirinn Linné ritar um miðja 18. öld að á Skáni sé kornunum safnað eftir regn eða á daggarmorgni. Séu þau tínd í smágert sáld og það hrist, svo sjálft kornið hripi niður gegnum það. Síðan sé kornið þurrkað og steytt í sérstökum mortélum. Linné hvetur til meiri tínslu í stað þess að flytja inn grjónin frá Póllandi. Fyrr á tíð var mannagrjónum safnað í miklum mæli í Póllandi, norðanverðu Rússlandi, norðaustur Þýskalandi og dálítið einnig á Norður- löndum, í Danmörku, einkum á Lá- landi og Falstri, allt fram á 19. öld. Mannagrjón voru fyrrum allalgengur matur í Pétursborg (nú Leningrad) allt til síðustu aldamóta. Á 18. öld náði svæði mannagrjónanna suður á Ung- verjaland og norður á Skán og Dan- mörku. Menn ösluðu í bleytunni við tínsluna, einkum húsmenn og fleira fátækt fólk, og höfðu af nokkrar tekj- ur. Eftir tínslu voru þessi gulu grjón þurrkuð og hnölluð eða möluð. Þeim var líkt við sagógrjón að matargildi og þóttu góð í velling og einnig í brauð. Þurrkun lands kom illa niður á flóða- puntinum og manngrjónatekjunni er tímar liðu. Mun henni hætt fyrir alllöngu. Mannagrjón þau sem enn koma á markað eru gerð úr hveiti. Söfnuðu Sunnlendingar manna- grjónum til matar? Engar heimildir hef ég séð fyrir því, en ekki er þó ólíklegt að svo hafi verið í hallærum. Notkunina hafa sumir landnámsmenn þekkt frá heimkynnum sínum. Fénaður bítur flóðapunt og gæsir éta hann einnig. Sömuleiðis étur ung- lax og silungur kornin. Kannski hefur flóðapuntur slæðst til landsins með varningi í fyrstu eða verið fluttur inn. Melgresið, eða melurinn er villi- kornjurt sem allmikið var nytjuð hér á landi. Hann var mikil blessun á sand- svæðum og var nýttur frá því á söguöld og fram um aldamótin síðustu. Um 40 hestburðir af mel gáfu eina tunnu korns í góðum kornárum. Mikil vinna var við melkornið, söfnun, hitun, mölun o.s.frv. Kornið var haft í brauð og grauta, oft blandað mjöli og þótti mjög saðsamt. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.