Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 43
Tvö kort eru til af þessu svæði, sem Sveinn Pálsson teiknaði eftir þessa ferð sína. Annað er af Vatnajökli og fylgir því Jöklaritinu. Þar nær jaðar Skeiðarárjökuls rétt vestur fyrir horn- ið á Eystrafjalli og Súla kemur upp milli jökulsins og Eystrafjalls og fellur þaðan vestur og suðvestur og myndar Núpsvötn þar sem hún sameinast Núpsá. Hitt kortið er af Eldsveitunum og nær það skammt austur fyrir Lóma- gnúp. Þar eru Núpsvötn látin liggja upp með Lóntagnúpi og verða til úr Núpsá, sem kemur beint að norðan og Súlu sem kemur að austan, en kortið nær því miður ekki að jökuljaðrinum. Þegar litið er á kortin og ofan- greindar lýsingar er ljóst, að þegar Sveinn Pálsson ferðast um Skaftafells- sýslur (1793) hefur Skeiðarárjökull náð fram fyrir hornið á Eystrafjalli, en ekki yfir í Lómagnúp enda beinlínis tekið fram að svo sé ekki. Athyglisvert er, að Sveinn minnist á „melhæðir eða öldur er liggja allt að 200 skref (eða 200 faðma) frá jökuljaðrinum" og að „lengra úti á sandinum sjáist nokkrir hólar af sama tagi“. Hér er greinilega verið að lýsa jökulgörðum og sá síðar- nefndi er vafalaust garður eða hólar þeir sem nú eru nefndar Sandgígjur og liggja austan og útundan Lómagnúp. Sveinn gefur í skyn að þeir séu af sama toga og öldurnar framan við jökuljað- arinn en að þangað hafi jökullinn þó aldrei náð. Sigurður Þórarinsson (1939) taldi, að um miðja 18. öld hafi jökullinn náð að Sandgígjunt, en með hliðsjón af lýsingu Sveins má telja víst, að svo hafi ekki verið. Engin líkindi eru því til, að Sandgígjur liafi myndast á sögulegum tíma. Þær gætu hafa myndast í kuldakasti sem var á steinöld fyrir 2700 árurn ellegar við lok ísaldar (Búðastig) og tel ég það lík- legra. Þegar litið er yfir þær heimildir, sem hér er fjallað um tel ég sennilegt að jökulöldurnar eða jökulgarðurinn, sem víða er minnst á (sjá síðar), sé einmitt sá garður (melöldur) sem Sveinn Pálsson lýsir og lágu nær jökl- inum. Sveinn getur þess, að Skeiðar- árjökull hafi legið við garðinn 1784 en jökullinn hafði gengið til baka er hann er þar á ferð. Henderson (1818) taldi að jökullinn hefði gengið fram 1787 en telja verður að Sveinn fari hér með réttara mál. Vel má vera að garðurinn hafi myndast um eða fyrir 1784 en einnig gætu hafa verið öldur þar fyrir eins og síðar verður að vikið. Ef þær hafa ekki myndast fyrr en árið 1784 er vart við því að búast að Skeiðarárjökull hafi komist nær Lómagnúp síðar, þótt mönnum hafi sýnst hann liggja að fjall- inu, því eins og síðar kemur fram hef- ur hann ekki náð í Lómagnúp eftir 1784. 1812-15 Eftirfarandi lýsingu er að finna í ferðabók Henderson (1818), en hann ferðaðist um ísland á árunum 1814— 15. Klausan hér á eftir er í beinu fram- haldi af tilvitnun við árið 1787 hér á undan. „Descending into a hollow, we pass- ed through between extensive pools of white water, and rounded several sources from which considerable ri- vers were poured forth into the sand. This region may be about three quarters of a mile from the present margin of the Yökul; and near the middle of the intervening space are a number of inferior heights which have been left on the regress of the Yökul in 1812, the last time it was observed to be in motion.“ Að því er best verður séð, er Hend- erson að lýsa svæði, sem myndast er jökullinn hefur hörfað frá jökulgarði. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.