Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 21
Ingólfur Davíðsson:
Flóðapuntur, gömul kornjurt
Flóðapuntur (Glyceria fluitans (L.)
R.Br.) er votlendisgras, algengt í lág-
sveitum sunnanlands. Einnig er hann
kallaður síkjakornpuntur. Hann hefur
skriðulan jarðstöngul með renglum og
uppsveigðum stráum (sjá 1. mynd).
Blöðin eru breið, og slíðrin flatvaxin.
Punturinn er langur og mjór með all-
fjarstæðum greinum, sem eru upp-
réttar og aðlægðar fyrir og eftir blómg-
unina, en útstæðar um sjálfan blómg-
unartímann í júní-júlí. Hæð er 50—100
cm, en oft Iiggur stráið hálfflatt og
festir jafnvel rætur við liðina. Smáöxin
eru einhliðstæð, frjóhnappar fjólublá-
ir. Strengir með loftgöngum eru í blöð-
unum, sem stundum fljóta á vatninu.
Fremur súrefnislítið er niðri í vatninu
og koma loftgöngin einnig að gagni við
að flytja loft frá flotblöðunum niður
1. mynd. Flóðapuntur. Efst
til vinstri: Smáax, séð frá
tveim hliðum. (Úr Nordhag-
en 1948. Norsk Flora).
Náttúrufræöingurinn 54 (1), bls. 15—16, 1985
15