Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 47
2. Mynd. Fjarlægð vesturjaðars Skeiðarárjökuls frá megin jökulgörðum á síðustu 250 árum. - The distance of the western margin of the Skeiðarárjökull glacier from the outermost terminal moraines during the last 250 years. Sveins Pálssonar um lónið. Ef það hef- ir verið, þá hlýtur lónið að hafa náð alla leið inn að Kálfsklifi. Ef svo hefur verið, þá hljóta að finnast verksum- merki eftir slíkt lón. Engin merki hef ég getað fundið um það og Jón Jóns- son (1974) ekki heldur. Engir malar- hjallar eða strandlínur finnast í daln- um, sem þó hefði mátt búast við. Það sem mælir eindregnast gegn lóni í dalnum eru gróðurtorfurnar, sem ná niður á aurana í Núpsárdal og myndast nokkuð háir bakkar þar sem árnar flæmast um og rjúfa stöðugt úr torfun- um. Bakkar þessir (þ. e. gróðurtorf- urnar) eru 4-6 m háir og ef lón hefur verið í dalnum þá hefur það ekki verið dýpra en 4—6 m og getur hver maður séð, að svo örgrunnt lón hefur ekki mátt til að valda hlaupum í Núps- vötnum eins og Sigurður Þórarinsson (1974) telur að hafi komið öðru hvoru úr lóni þessu frá miðri 18. öld og fram á miðja 19. öld. Aftur á móti er lands- lagi þannig háttað, að grunnur vaðall myndast á þessum slóðum og er hann oft eins og vatn yfir að líta. Fullvíst má telja, að þessi hlaup, sem komu í Núpsvötn hafi verið venjuleg Græna- lónshlaup enda segir Jón Sigurðsson (1859) að Súluhlaup hafi komið reglu- lega á fyrri helmingi síðustu aldar. Einnig má hugsa sér, að sandurinn hafi hækkað verulega síðan á dögum Sveins Pálssonar, en gegn því mæla bæði gróðurtorfurnar og einnig að undir Kálfsklifi er fláki af Bergvatnsár- hrauni hinu eystra, sem mun vera um 4000 ára gamalt (Haukur Jóhannesson 1983). Hraunið er lítt sokkið í sand. Aftur á móti er líklegt að aurkeilan, sem Súla fellur á (3. mynd) sé tiltölu- lega ung. Þegar lýsing Sveins Pálssonar er les- in með ofangreint í huga, þá hvarflar að mér, að lónið sé skýringartilraun 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.