Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 18
3. mynd. Skutuloddurinn. — The harpoon’s head. átak. Vegna lögunar sinnar snýst odd- urinn þá á þvert (4. mynd) og skutull- inn situr fastur. UMRÆÐA OG LOKAORÐ Við skoðun skutulsins kemur í Ijós, að hann er af sömu gerð og amerískir hvalfangarar smíðuðu og notuðu til veiða sinna á 19. öld (Clarke 1954). Notkun þessarar tegundar hand- skutuls lagðist að mestu af með komu nútímahvalveiðitækni í lok síðustu aldar, en tíðkast þó enn við Azoreyjar og Madeira (Clarke 1981, Anon. 1980). Einnig eru heimildir fyrir því (Caldwell og Caldwell 1971, Price 1983), að fáeinir búrhvalir hafi verið veiddir á undanförnum áratugum af eyjaskeggjum á suðvestanverðu Kara- bíska hafinu (St. Vincent) eins og fyrr var getið. Að öllu jöfnu munu eyja- skeggjar þó ekki leggja til atlögu við stór dýr á við þau sem veidd eru hér við land. Pannig er ljóst að búrhvalur- inn, sem hér um ræðir, hefur annað hvort verið skutlaður við Azoreyjar eða Madeira. Petta kemur enda heim og saman við athuganir Martins (1982), sem hafði skutultóið og mynd- ir af skutlinum með sér á ferðalagi um Azoreyjar haustið 1981. Að sögn Martins, hitti hann að máli skutul- eigandann á eynni Flores í Azoreyja- klasanum (1. mynd). Sá hafði skutlað búrhval sunnan við eyna Flores (39°15’N, 31°10’V) þann 14. ágúst 1980, en hvalurinn komist undan. Samkvæmt þessu leið tæplega 1 ár frá því að sást til hvalsins við Flores þar til hann var veiddur um 1590 sjómílum norðar, þ.e.a.s. vestur af ströndum íslands. Af ofansögðu er ljóst, að hér liggur fyrir fyrsta örugga vísbending þess, að búrhvalstarfar á þessum slóðum leggi leið sína á hvalamið við ísland. Þar með er einnig líklegt, að búrhvalstarf- ar okkar eigi ættir sínar að rekja til viðkomuhjarða þar suður frá. Hvort ferðalag það er hér hefur verið lýst sé dæmigert fyrir fulltíða búrhvalstarfa, er hins vegar ógerlegt að fullyrða um. Sé hér um sama einstakling að ræða og svo óhönduglega gekk að veiða við Flores í ágúst 1980, er athyglisvert að hvalurinn var á sama tíma sitt hvort árið, annars vegar á suðlægum slóð- um, hins vegar langt norður í höfum. Eins og Martin (1982) getur um, kann þetta að benda til þess að árstíma- bundnar göngur kynþroska tarfa séu 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.