Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 18
3. mynd. Skutuloddurinn. — The harpoon’s head. átak. Vegna lögunar sinnar snýst odd- urinn þá á þvert (4. mynd) og skutull- inn situr fastur. UMRÆÐA OG LOKAORÐ Við skoðun skutulsins kemur í Ijós, að hann er af sömu gerð og amerískir hvalfangarar smíðuðu og notuðu til veiða sinna á 19. öld (Clarke 1954). Notkun þessarar tegundar hand- skutuls lagðist að mestu af með komu nútímahvalveiðitækni í lok síðustu aldar, en tíðkast þó enn við Azoreyjar og Madeira (Clarke 1981, Anon. 1980). Einnig eru heimildir fyrir því (Caldwell og Caldwell 1971, Price 1983), að fáeinir búrhvalir hafi verið veiddir á undanförnum áratugum af eyjaskeggjum á suðvestanverðu Kara- bíska hafinu (St. Vincent) eins og fyrr var getið. Að öllu jöfnu munu eyja- skeggjar þó ekki leggja til atlögu við stór dýr á við þau sem veidd eru hér við land. Pannig er ljóst að búrhvalur- inn, sem hér um ræðir, hefur annað hvort verið skutlaður við Azoreyjar eða Madeira. Petta kemur enda heim og saman við athuganir Martins (1982), sem hafði skutultóið og mynd- ir af skutlinum með sér á ferðalagi um Azoreyjar haustið 1981. Að sögn Martins, hitti hann að máli skutul- eigandann á eynni Flores í Azoreyja- klasanum (1. mynd). Sá hafði skutlað búrhval sunnan við eyna Flores (39°15’N, 31°10’V) þann 14. ágúst 1980, en hvalurinn komist undan. Samkvæmt þessu leið tæplega 1 ár frá því að sást til hvalsins við Flores þar til hann var veiddur um 1590 sjómílum norðar, þ.e.a.s. vestur af ströndum íslands. Af ofansögðu er ljóst, að hér liggur fyrir fyrsta örugga vísbending þess, að búrhvalstarfar á þessum slóðum leggi leið sína á hvalamið við ísland. Þar með er einnig líklegt, að búrhvalstarf- ar okkar eigi ættir sínar að rekja til viðkomuhjarða þar suður frá. Hvort ferðalag það er hér hefur verið lýst sé dæmigert fyrir fulltíða búrhvalstarfa, er hins vegar ógerlegt að fullyrða um. Sé hér um sama einstakling að ræða og svo óhönduglega gekk að veiða við Flores í ágúst 1980, er athyglisvert að hvalurinn var á sama tíma sitt hvort árið, annars vegar á suðlægum slóð- um, hins vegar langt norður í höfum. Eins og Martin (1982) getur um, kann þetta að benda til þess að árstíma- bundnar göngur kynþroska tarfa séu 12

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.