Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 48
hans. Sveinn getur þess, að hlaup geti komið í Súlu „án þess að nokkurra áhrifa gæti á Skeiðará." í framhaldi af þessum orðum segir Sveinn að „til þessa liggja eðlilegar orsakir" sem fel- ist í því að Skeiðarárjökull gangi yfir í hlíðar Lómagnúps og stífli Súlu og Núpsá og myndist þá lón sem tæmist í hlaupum. Það er athyglisvert,að hann nefnir áður, að þessi hlaup komi í Núpsvötn eða Súlu sem bendir til að Súla hafi þrátt fyrir allt verið við líði þótt jökullinn hafi gengið fram. Á 2. mynd er í grófum dráttum sýnd lega jaðars vesturhluta Skeiðarár- jökuls eins og lesið verður úr heim- ildum þeim, sem getið er hér að fram- an. í stuttu máli er framrásarsaga vest- ur hluta Skeiðarárjökuls eftirfarandi: Talið er að jöklar á íslandi fari fyrst (á sögulegum tíma) að ganga verulega fram um 1700, og af gögnum sem hér að framan er vitnað í er að sjá, sem Skeiðarárjökull hafi farið að ganga fram upp úr 1700 en hve langt hann var kominn um 1760 er ekki vitað en þó er afar ólíklegt, að hann hafi náð lengra en síðar varð. Öruggar heim- ildir geta um framrás jökulsins árið 1784 og sennilega hefur hann þá geng- ið fram á svipaðar slóðir og jökulgarð- arnir eru nú. Árið 1793 hefur jökullinn hopað en aftur gengur hann fram um 1812 en þá náði hann ekki út að garð- inum og hopar strax aftur. Virðist hann ekki hafa gengið fram á ný fyrr en laust fyrir 1857, en um 1859 hefur jökullinn aftur hopað nokkuð. Næst gengur hann fram skömmu fyrir 1875 en hopar fljótt aftur. Síðast gengur jökullinn fram um 1890-95 og eftir það hefur hann hopað, þó í rykkjum. Alkunna er að skriðjöklar skríða stöðugt fram en stundum kemur í þá gangur; þá skríða þeir fram um mörg hundruð metra eða jafnvel nokkra kílómetra á fáeinum vikum eða mán- uðum. Skeiðarárjökull virðist hegða sér svipað en þó er þar nokkur munur á. Framskrið Skeiðarárjökuls virðist vera í rykkjum. Hann skríður nokkuð hratt fram um tíma en hopar síðan. Framskriðið virðist taka nokkurn tíma, að líkindum fáein ár. Það er því öllu hægar en gangur eins og verður t. d. í Brúar- eða Síðujöklum. Skýr- ingar er e. t. v. að leita í landslagi því, sem jöklarnir liggja í. Landið undir Skeiðarárjökli hefur nokkuð jafnan halla frá jökuljaðrinum á Skeiðarár- sandi og norður undir Grímsvötn. Þarna er brattara en undir bæði Síðu- og Brúarjökli, eins og sjá má á korti Jóns Eyþórssonar, sem birt er í bók Sigurðar Þórarinssonar (1974). Ákoma ofan hjarnamarka safnast fyrir uns ákveðnu marki er náð: jökullinn er þá kominn í ójafnvægi og hleypur fram. Skeiðarárjökull virðist ekki ná ójafnvægi í líkum mæli og hinir flatari skriðjöklar. Vera má að brattans vegna skríði Skeiðarárjökull jafnar fram en hinir. Það er líka athyglisvert, að Skeiðarárjökull skuli svo oft hafa gengið fram að sama garðinum eins og dæmin sanna. Það liggur e. t. v. í þeim jafnvægismörkum sem minnst var á að ofan, þannig að jökullinn hleypur ekki fram fyrr en ákveðið magn af ís hefir safnast saman ofan til í jöklinum og það magn nægir aðeins til, að jökull- inn nái út að títt nefndum görðum. ÞAKKIR Kristján Sæmundsson og Jón Eiríksson lásu yfir handrit að greininni og iagfærðu margt, sem betur mátti fara. Sjöfn Kristjánsdóttir afritaði klausurnar úr dagbókum Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þeim eru þakkir skyldar. HEIMILDIR AMS. 1950. U. S. Army Map Service. Blað 5918 I. Mælikvarði 1:50.000 AMS. 1951 U. S. Army Map Service. Blsð 5919 II. Mælikvarði 1:50.000 42

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.