Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 42
og dreif, jafnvel í áratugi eftir að þeir mynduðust (sjá Sigurð Þórarinsson 1974). 1793 Sveinn Pálsson ferðaðist um Skafta- fellssýslur árið 1793 og ritar í dagbók sína eftirfarandi lýsingu: „Eystrafjall kallast hár fjallshrygg- ur, sem liggur austan að þessum dal, en Súlutindar heita háir, dökkir hamratindar austur þaðan. Fram hjá þeim fellur Skeiðarárjökull, ærið illúðlegur, og virðist hann lykja þá og Eystrafjall í skauti sínu, því að hann sveigir til vesturs neðan við það og nær langleiðina yfir að Núpshlíðinni, sem liggur vestan að dalnum. Hér kemur ófrýnileg á úr jöklinum og heitir Súla. Rennur hún í Núpsá, sem nefnist Núpsvötn eftir það. Falla þau til sjávar fyrir austan Lómagnúp og hlaupa oft, því að jökullinn gengur ósjaldan fram, er hann fellur fast upp að Núpshlíð- inni, stíflast Núpsá. Þá má svo fara, að Núpsvötn falli í vestur og samein- ist Djúpá, eins og sýnt er á upp- drætti herra [Magnúsarj Stephen- sens af Eldsveitunum, en annars er slíkt sjaldgæft. Lómagnúpssandur eða Skeiðarársandur, eins og hann er nefndur nú, er mikill og gróður- laus jökulsandur. Hefst hann við Núpsvötn og endar við hina ófögru Skeiðará. Við fengum okkur fylgd- armann yfir Núpsvötn aðeins og héldum síðan, eins og leið liggur, austur með melhæðum nokkrum eða öldum, er Iiggja allt að 200 skref frá jökuljaðrinum og eru ekki annað en aur sá, sem jökullinn hefur velt áfram á undan sér, áður en Itann hopaði síðast til baka. Lengra úti á sandinum sjást nokkrir hólar af santa tagi, en ekki sýnist Iíklegt, að jökullinn hafi nokkru sinni náð þangað.“ Til þessa árs verður einnig að telja eftirfarandi klausu í Jöklaritinu: „Jarðvegurinn hefur skolazt burt í hinum óvenjulegu hlaupum vatn- anna, en uppi undir jöklinunt getur að líta mikla langdregnar auröldur, sem liggja samhliða jökulbrúninni því nær óslitið í h. u. b. 200 faðma fjarlægð. Öldur þessar hafa augsýni- lega ekizt eða ýtzt saman, er jök- ullinn skreið fram, og sýna því og sanna, hve langt hann náði, áður en hann tók að hörfa aftur. Lengra frammi á sandinum eru líka smáhól- ar, sem hafa öllu fremur haugazt saman í einhverju hlaupinu en jök- ullinn hafi nokkru sinni náð þangað." og síðar: „Núpsvötn verða til úr tveim ánt, sent sé hinni svonefndu Núpsá, sem er bergvatnsá og kemur úr stöðu- vatni, er nánar getur í 25.gr., beint norður af Lómagnúpi, þar sem Síðu- jökull rennur saman við Skeiðarár- jökul, og enn fremur á þeirri, er Súla kallast og sprettur undan vest- urjaðri Skeiðarárjökuls. Er talið, að hún hafi santeiginleg upptök með Skeiðará eða öllu heldur eins konar félagsbú um allt það, er varðar vatnavexti og hlaup. Hinir venju- legu vatnavextir í Núpsvötum eða Súlu, farast venjulega á mis við vöxt í Skeiðará, þannig að önnur áin get- ur veriö hrælítil, þegar hin er í ólm- unt vexti og þannig á víxl. En við hin óvenjulegu hlaup, er gangur kemur í allan jökulinn leiðir það af líkum, að sömu áhrifa gætir í Núpsvötnum og í Skeiðará. Þó hafa Núpsvötn það sérkenni, að hlaup geta brotizt frani úr þeim, án þess að nokkurra áhrifa gæti á Skeiðará, en til þessa liggja eðlilegar orsakir, sent nú skal greina: Suðvesturhorn Skeiðarár- jökuls, sem Súla kemur undan, skríður stundum fram, unz það rekst á Lómagnúp, er stendur þar andspænis. Súla og Núpsá stíflast þá með öllu og mynda lón, er brýzt frant að lokunt og veldur ntiklu vatnflóði." 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.