Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 29
Tafla I byggir á upplýsingum frá Sigurði Þórarinssyni o. fl. (1959) og Guðrúnu Larsen og Sigurði Þórarinssyni (1977). Hún sýnir stærð þeirra Heklugosa, sem telja má víst að hafi valdið vikurhlaupum. Forsögulegu gosin taka hinum langt fram í stærð og umfangi. - Size and age of eruptions producing fluvatile pumice flows. Gjóskulag Aldur Vikurmagn Aðalstefna ár km3 gjóskugeira Tephra layer Age, years Vol. of pumice Strike of tephra sector Hekla 1947 37 0.18 S Hekla 1845 139 0.23 ASA Hekla 1766 218 0.4 NNV Hekla 1300 684 0.5 N Hekla 1104 (Hl) 880 2.0 N H3 2800° 12.0 NNA HSv (Selsundsv.) 35002) <0.5 ? H4 4000 9.0 NNA 1) Aldur byggður á greiningu með geislakolsaðferð (C14) óleiðréttur (miðað við helmingunartíma 5570 ár) 2) Áætlaður aldur. Með ströndum þess hafa sest til vikur- dyngjur, sem enn setja svip á jarðveg- inn beggja vegna árinnar suður af Sól- eyjarbakka og Birtingaholti. Megin- hluti hlaupsins hefur síðan runnið suður með Vörðufelli að austan og til Hvítár milli bæjanna Fjalls og Út- verka, en álma úr því virðist hafa farið norðan Vörðufells til Hvítár hjá Iðu. Ástæðan fyrir því að hlaupið fór austan Vörðufells er annaðhvort sú, að það hafi ekki náð nægilegri framrás um þrengslin í Hvítá hjá Iðu og hluti þess því borist fram austan Vörðufells eða að farvegur Stóru-Laxár hafi legið austan fellsins á þessum tíma og flaumurinn fylgt honum að mestu. Ef svo hefur verið hefur hlaupsetið hrak- ið ána úr þeim farvegi og sveigt hana þvert af leið sinni til vesturs og norðurs um hið víðáttumikla flatlendi hjá Iðu. í þurrum farveginum austan Vörðufells, þar sem vikurrastirnar hafa legið eftir flóðið, hefur hafist mikill sandblástur sem skóf vikrinum saman í öldur. Þá mynduðust m.a. Þorleifshólar sem getið er um hér að framan. Á síðari öldum hefur aftur orðið allmikill uppblástur, einkum milli Sandlækjar og Vörðufells. Mestur hef- ur uppblásturinn orðið í flóðsetunum, svo að jarðvegur á þessum slóðum er mjög vikurríkur. H4. í H4 gosinu virðist hafa orðið svipuð atburðarás og lýst er hér að framan. Ummerki hlaupsins verða rakin upp fyrir eyðibýlið Merkihvol við Ytri-Rangá og upp með Hraun- 23

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.