Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 23
Elsa G. Vilmundardóttir og Árni Hjartarson : Vikurhlaup í Heklugosum INNGANGUR Víða um Suðurland finnast merki um mikil vatns- og vikurhlaup sem orðið hafa samfara eldsumbrotum í Heklu. Lög af straumvatnaseti, sem stundum eru nokkrir metrar að þykkt og mestmegnis úr súrri gjósku ein- kenna þessi hlaup. Lögin eru mest áberandi við Ytri-Rangá, Þjórsá, Stóru-Laxá og Hvítá. Svo er að sjá sem vikurhlaup hafi komið í allar þess- ar ár í stórum gjóskugosum í Heklu. Nokkuð örugg merki hafa fundist um þrjú stórhlaup af þessu tagi, sem virð- ast hafa orðið samfara gosunum er mynduðu vikurlögin H3 fyrir um 2800 árum, Selsundsvikurinn, HSv, fyrir um 3500 árum og H4 fyrir um 4000 árum. Þetta eru niðurstöður rannsókna sem fram hafa farið á vegum Orku- stofnunar síðastliðin sumur í tengslum við jarðfræðilega kortlagningu og virkjanaathuganir við neðanverða Þjórsá. HLAUP TENGD ELDSUMBROT- UM Á SÖGULEGUM TÍMA Á íslandi er algengt að stórflóð eða hlaup tengist eldsumbrotum. Á það einkum við þegar eldstöðvar undir jökli eiga hlut að máli. Kunnust þess- ara eldstöðva er Katla í Mýrdalsjökli. Jökulhlaupin sem hafa komið í upp- hafi gosa þar eru bæði mörg og stór en ekki verður fjölyrt um þau hér. Hlaup í Skeiðará eru oft tengd Grímsvatna- gosum. Ægilegt og mannskætt hlaup varð samfara Öræfajökulsgosinu 1362 og áfram mætti telja. Hlaup geta einn- ig orðið samfara eldgosum, enda þótt meiriháttar jökull hylji ekki eldstöðv- arnar. Vitað er, að á sögulegum tíma hafa hlaup oft komið í Ytri-Rangá og jafn- vel fleiri ár í upphafshrinu Heklugosa. Bæði er, að snjór og jökull bráðnar af fjallinu, og líklega þéttist mikil vatns- gufa í gosmekkinum sjálfum og gæti það valdið vatnsaga. Auk þessa veldur öskufali oft truflunum á rennsli vatns- falla og skammæjum stíflum sem bresta með tilheyrandi vatnagangi og vikurburði. Elsta vikurflóð frá Heklu, sem sög- ur fara af, varð í gosinu árið 1300, sem annálar telja fimmta gos hennar á sögulegum tírna. í Oddaverjaannál er eftirfarandi lýsing á þessum atburðum (Islandske Annaler 1888, bls. 485) : Ganga mátti þurrum fæti yfir Rangá af vikrar falli. Víða í lónum og þar sem af kastaði straumnum í Þjórsá var svo þykkt vikurin, að fal ána. Svo sögðu og kaupmenn, er liingað komu um sumar- ið eftir, að þessu megin Færeyja voru víða svartir flákar á sjónum af vikrinni. Náttúrufræöingurinn 54 (1), bls. 17-30, 1985 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.