Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 13
Hann var dagfarsprúður maður, hæglátur og glettinn og sást sjaldan skipta skapi. Hann var mjög glöggur og fljótur að átta sig og fundvís á áhugaverð rannsóknarefni. 1 góðum félagsskap var hann oft hrókur alls fagnaðar, enda söngvinn og hnyttinn í tilsvörum. Árið 1939 gekk Sigurður að eiga sænska konu, Ingu dóttur Svens Back- lunds, fil. kand. í stærðfræði og eðlis- fræði og síðar blaðamanns, og konu hans Hertu f. Bergström. Inga reyndist Sigurði traustur lífsförunaut- ur. Þau áttu tvö börn, Snjólaugu (f. 1943), B.A., fulltrúa hjá Landsvirkj- un, gifta Friðleifi Jóhannssyni við- skiptafræðingi, og Sven (f. 1945), doktor í reiknifræði og dósent við Há- skóla íslands, kvæntan skosk-enskri konu, Mary f. Bache, menntaskóla- kennara. Kynni okkar Sigurðar voru orðin löng, meira en þrír áratugir frá því ég leitaði ráða hjá honum um nám í jarð- fræði og síðar í námi og starfi. Hann miðlaði mér og öðrum óspart um jarð- fræði og landafræði, um tengsl nátt- úruviðburða og sögu lands og þjóðar. Margar ferðir fórum við saman og naut ég glöggskyggni hans og eftirtekt- argáfu. Einkum minnist ég þriggja vikna ferðar um Norðausturland og á heimslóðir hans 1956 með honum og hans ágætu konu, Ingu, en það er ein fróðlegasta og skemmtilegasta ferð sem ég hefi farið. í fámennum hópi íslenskra jarð- og landfræðinga er skarð fyrir skildi þeg- ar genginn er hinn mætasti og þekkt- asti þeirra. Þorleifur Einarsson EFTIRMÁLl Ekki þykir ástæða til að birta hér skrá yfir greinar, ritgerðir og bækur, sem Sig- urður Þórarinsson ritaði, enda birtist ítar- leg ritskrá í afmælisriti í tilefni af sjötugs afmæli hans, Eldur er í norðri, sem Sögufé- lagið gaf út 1982. Viðbætur við þessa rit- skrá birtust í tímaritinu Jökli á árinu 1984. Þ.E. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.