Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 13
Hann var dagfarsprúður maður, hæglátur og glettinn og sást sjaldan skipta skapi. Hann var mjög glöggur og fljótur að átta sig og fundvís á áhugaverð rannsóknarefni. 1 góðum félagsskap var hann oft hrókur alls fagnaðar, enda söngvinn og hnyttinn í tilsvörum. Árið 1939 gekk Sigurður að eiga sænska konu, Ingu dóttur Svens Back- lunds, fil. kand. í stærðfræði og eðlis- fræði og síðar blaðamanns, og konu hans Hertu f. Bergström. Inga reyndist Sigurði traustur lífsförunaut- ur. Þau áttu tvö börn, Snjólaugu (f. 1943), B.A., fulltrúa hjá Landsvirkj- un, gifta Friðleifi Jóhannssyni við- skiptafræðingi, og Sven (f. 1945), doktor í reiknifræði og dósent við Há- skóla íslands, kvæntan skosk-enskri konu, Mary f. Bache, menntaskóla- kennara. Kynni okkar Sigurðar voru orðin löng, meira en þrír áratugir frá því ég leitaði ráða hjá honum um nám í jarð- fræði og síðar í námi og starfi. Hann miðlaði mér og öðrum óspart um jarð- fræði og landafræði, um tengsl nátt- úruviðburða og sögu lands og þjóðar. Margar ferðir fórum við saman og naut ég glöggskyggni hans og eftirtekt- argáfu. Einkum minnist ég þriggja vikna ferðar um Norðausturland og á heimslóðir hans 1956 með honum og hans ágætu konu, Ingu, en það er ein fróðlegasta og skemmtilegasta ferð sem ég hefi farið. í fámennum hópi íslenskra jarð- og landfræðinga er skarð fyrir skildi þeg- ar genginn er hinn mætasti og þekkt- asti þeirra. Þorleifur Einarsson EFTIRMÁLl Ekki þykir ástæða til að birta hér skrá yfir greinar, ritgerðir og bækur, sem Sig- urður Þórarinsson ritaði, enda birtist ítar- leg ritskrá í afmælisriti í tilefni af sjötugs afmæli hans, Eldur er í norðri, sem Sögufé- lagið gaf út 1982. Viðbætur við þessa rit- skrá birtust í tímaritinu Jökli á árinu 1984. Þ.E. 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.