Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 22
eftir plöntunni. Flóðapuntur vex í vot- lendi, grunnum tjörnum, síkjum, flóð- um og skurðum. Utan Suðurlandsund- irlendis er hann til á Suðvesturlandi og í Borgarfirði. Munu margir kannast við þetta hálfhalla, puntmjóa gras. Flóðapuntur er gömul villikornjurt, kölluð mannagras á færeysku, manna- gryn á sænsku, mannasötgras og manna- södgræs á norsku og dönsku. A þýsku er til nafnið Himmelstau (himinsdögg) á jurt þessari. Nafnið manna er komið úr biblíunni. Það var eitthvað ætt sem rigndi yfir ísraelsmenn í eyðimörkinni þeim til bjargar. Kannski var það fléttutegund, sem mikið var af sums staðar á klettum, borin af vindinum. En hvernig stendur á „sætu“ nöfn- unum? Jú, jurtin er sykurrík, einkum fræin, og einnig er talsverður mjölvi í þeim. Kornin, mannagrjónin, voru fyrrum tínd til matar í ýmsum löndum. Sænski grasafræðingurinn og læknirinn Linné ritar um miðja 18. öld að á Skáni sé kornunum safnað eftir regn eða á daggarmorgni. Séu þau tínd í smágert sáld og það hrist, svo sjálft kornið hripi niður gegnum það. Síðan sé kornið þurrkað og steytt í sérstökum mortélum. Linné hvetur til meiri tínslu í stað þess að flytja inn grjónin frá Póllandi. Fyrr á tíð var mannagrjónum safnað í miklum mæli í Póllandi, norðanverðu Rússlandi, norðaustur Þýskalandi og dálítið einnig á Norður- löndum, í Danmörku, einkum á Lá- landi og Falstri, allt fram á 19. öld. Mannagrjón voru fyrrum allalgengur matur í Pétursborg (nú Leningrad) allt til síðustu aldamóta. Á 18. öld náði svæði mannagrjónanna suður á Ung- verjaland og norður á Skán og Dan- mörku. Menn ösluðu í bleytunni við tínsluna, einkum húsmenn og fleira fátækt fólk, og höfðu af nokkrar tekj- ur. Eftir tínslu voru þessi gulu grjón þurrkuð og hnölluð eða möluð. Þeim var líkt við sagógrjón að matargildi og þóttu góð í velling og einnig í brauð. Þurrkun lands kom illa niður á flóða- puntinum og manngrjónatekjunni er tímar liðu. Mun henni hætt fyrir alllöngu. Mannagrjón þau sem enn koma á markað eru gerð úr hveiti. Söfnuðu Sunnlendingar manna- grjónum til matar? Engar heimildir hef ég séð fyrir því, en ekki er þó ólíklegt að svo hafi verið í hallærum. Notkunina hafa sumir landnámsmenn þekkt frá heimkynnum sínum. Fénaður bítur flóðapunt og gæsir éta hann einnig. Sömuleiðis étur ung- lax og silungur kornin. Kannski hefur flóðapuntur slæðst til landsins með varningi í fyrstu eða verið fluttur inn. Melgresið, eða melurinn er villi- kornjurt sem allmikið var nytjuð hér á landi. Hann var mikil blessun á sand- svæðum og var nýttur frá því á söguöld og fram um aldamótin síðustu. Um 40 hestburðir af mel gáfu eina tunnu korns í góðum kornárum. Mikil vinna var við melkornið, söfnun, hitun, mölun o.s.frv. Kornið var haft í brauð og grauta, oft blandað mjöli og þótti mjög saðsamt. 16

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.