Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 7
Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur — Minningarorð Sigurður Þórarinsson, jarðfræðing- ur, lést á Borgarspítalanum að kvöldi þriðjudagsins 8. febrúar 1983. Bana- mein hans var hjartabilun. Sigurður kenndi þessa sjúkdóms á föstu- dagsmorgun 4. febrúar og varð sjúk- dómslegan því stutt. Ég heimsótti hann þetta þriðjudagskvöld og virtist mér hann tiltölulega hress, svo að mér brá ónotalega þegar ég frétti tveimur tímum síðar að hann væri látinn, hrif- inn beint úr önn dagsins þar sem hann vann síðustu vikurnar að ritgerðum um Skaftárelda. Sigurður Þórarinsson var fæddur á Hofi í Vopnafirði 8. janúar 1912 og alinn upp á Teigi í sömu sveit. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Snjólaug Sig- urðardóttir, járnsmiðs á Akureyri, fædd 4.12.1879 og dáin 30.3.1954, og Þórarinn Stefánsson bóndi í Teigi, fæddur 16.5.1875 í Fossgerði (Stuðla- fossi) í Jökuldal og dáinn 28.5.1924. Sigurður naut barnafræðslu heima fyrir og hjá prófastinum á Hofi, séra Einari Jónssyni. Þótti hann snemma gæddur góðum námshæfileikum. Þótt efnin væru ekki mikil varð þó úr að hann settist í annan bekk Gagnfræða- skólans á Akureyri haustið 1926. Hann var afbragðs námsmaður og nokkuð jafnvígur á allar greinar. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1931. Að stúdentsprófi loknu hafði hann aðallega áhuga annars vegar á latínu og bókmenntum og hins vegar á nátt- úrufræði, einkum jarðfræði. Það mun þó hafa auðveldað valið milli þessara námsgreina að Pálmi Hannesson kenndi honum náttúrufræði að hluta við Menntaskólann á Akureyri og svo einnig, að um þessar mundir var auð- veldara að fá styrki til náms í jarðfræði en latínu eða bókmenntum, en þá var mikill hörgull á náttúrufræðilega mennt- uðum mönnum hérlendis. Haustið 1931 hélt hann til náms við Hafnarháskóla og innritaðist í jarð- fræði. Vorið 1932 lauk hann prófi í forspjallsvísindum, þ.e. cand. phil,- prófi. Ekki ílentist hann í Kaupmanna- höfn, en hélt haustið 1932 til Stokk- hólms og innritaðist í háskólann þar í jarðfræði og landafræði. Ástæðan fyrir þessum skiptum mun einkum hafa ver- ið sú að honum þótti kennslan í Höfn heldur gamaldags. í Stokkhólmi voru jarðfræði og landafræði hins vegar mjög blómleg, enda áttu Svíar þá á að skipa heimsfrægum mönnum, t.d. Gerard de Geer, þekktum fyrir hvarf- lagatímatal sitt, og Lennart von Post, frumkvöðli í frjógreiningu. Einnig var þá nýkominn til Stokkhólmsháskóla Hans W:son Ahlmann, landmótunar- fræðingur, sem Sigurður starfaði síðan með um langt árabil. Allir voru þessir heimsfrægu fræðimenn kennarar hans og varð vart á betra kosið um kennara- lið í jarðvísindum við háskóla á þess- um tíma. Sigurður lauk fil.kand.-prófi við Stokkhólmsháskóla 1938 í jarðfræði og landafræði með bergfræði og grasa- fræði sem aukagreinar. Fil.lic.-prófi Náttúrufræðingurinn 54 (1), bls. 1-7, 1985 l

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.