Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 28
Þessi möl er að mestu gerð úr ljósgui- leitum, ávölum, plötulaga vikurmol- um, oftast um 0,4 cm á lengd. Inn á milli og einkum þó ofan til eru fok- moldarlinsur. Þegar neðar dregur verður vikurinn hreinni. Vegna vatns- aga í skurðbotninum sést ekki hvað er undir vikrinum. Vikur með þessum einkennum, sést víða inn með Vörðufelli. Hann má rekja allt að Stóru-Laxá og í bökkum hennar frá ármótum við Hvítá og að brúnni við Hrepphóla. Einnig finnst vikurinn í hinum forna farvegi Sand- lækjar milli Þjórsár og Stóru-Laxár. Á þessu svæði er vikurinn víða í þykkum dyngjum. Þar sem vikurinn var athug- aður bar hann þess alstaðar merki að vera vatnsfluttur. Bæði útlitseinkenni hans og afstaða til annarra gjóskulaga í jarðvegi gefa til kynna, að hann sé kominn úr H3 gjóskugosinu í Heklu. Þykkt loftborinnar gjósku úr þessu gosi er innan við 1 cm á þessum slóð- um og í jarðvegssniðum kemur hún fram sem þunnt dökkgrátt fínsendið lag. Það er útilokað að þetta mikla vikurmagn geti stafað af gjósku sem hefur borist í lofti inn á svæðið (mynd 4 D). í Nesey í Stóru-Laxá eru ummerki um tvö vikurhlaup. Hið yngra er það sama og finnst á Skeiðunum og er tengt H3. Ýmis rök hníga að því að eldra lagið muni komið úr H4 gjósku- gosinu í Heklu. Vikurinn er hvítur, vel ávalaður og þéttur, ólíkur vikrinum í efra laginu. Óhugsandi er að H4 vikur- inn sé loftborinn þangað, af sömu ástæðum og nefndar voru í sambandi við H3. Þykkt H4 gjóskunnar er 4-6 cm á þessu svæði, (Sigurður Þórarins- son 1976). í Árnesi, finnst vatnsflutt- ur, hvítur vikur, að því er virðist bæði úr H3 og H4, sjá snið 9 á mynd 6. Ljós vatnsnúinn vikur er áberandi efni í rofbökkum og áreyrum niður með Þjórsá og Ölfusá og einkum á það við um árósana. í fjörunni vestan við Eyrarbakka og við Ölfusárósa er Hekluvikur mjög áberandi. Vafalítið er um að ræða skolaðan og endurflutt- an vikur úr áðurnefndum hlaupsetum. VANGAVELTUR UM VIKURHLAUPIN H3. Nú má reyna að gera sér í hug- arlund þær hamfarir sem ollu vikur- hlaupunum. Byrjum á hugsanlegri at- burðarás í H3 gosinu. í gífurlegum umbrotum þessa goss, sem hlóð upp margra metra þykku gjóskulagi í nánd við eldfjallið á skömmum tíma, hafa allar ár í nágrenni Heklu breyst í þykk- an vikurgraut, sem hneig fram líkt og kekkjóttur hafravellingur. Árnar hafa stíflast, bólgnað upp og flætt yfir bakka sína, líkt og þekkt er frá gosum á sögulegum tíma, nema hvað hér var um margfalt meira efni að ræða (eins og tafla I ber með sér). Mikið magn af vikri hefur borist í Ytri-Rangá og Þjórsá og bylst með þeim til sjávar (mynd 4 D). Á árbökkunum hafa vikurrastirnar setið eftir og á marflötu láglendinu við Sauðholtsnes og í Safa- mýri hefur hlaupvikurinn breiðst yfir stór svæði. Á þessum tíma hefur Þjórsá væntanlega runnið í einum ál austan við Árnes, en farvegurinn, sem meginhluti árinnar rennur nú um norðan og vestan við Árnes, virðist ekki hafa myndast fyrr en eftir að land byggðist. í hlaupinu hefur Þjórsá flætt yfir bakka sína neðan við Búðafoss og mikill áll úr henni flætt vestur með jaðri Þjórsárhrauns fyrir neðan Stóra- hof og Sandlæk og um Sandlækjarós til Stóru-Laxár. Á flötunum við ána, milli Vörðufells og hinna fornu strand- myndana suður og vestur af Hrepphól- um, hefur um skamma hríð myndast dálítið lón með yfirborð í 60—70 m y.s. 22

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.