Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 16
klapparholt, sem nú eru að gróa upp. Garðinn hefur að líkindum blásið í burtu, eins og á Torfastaðaheiði. Þótt garðurinn sé nú horfinn af holtunum, þá er örnefnið Þrælagarður enn til á rima nokkrum, sem talinn hefur verið garðlag og liggur skammt austan heimreiðar að Hrosshaga (2. mynd nr. 7). Að sögn ábúenda í Hrosshaga mun riminn hafa náð lengra í suðaustur, en þegar móunum fyrir ofan bæinn var breytt í tún var honum ýtt út. Sagt er, að riminn hafi legið um hlaðið í Hross- haga og þaðan beina leið niður að Hrosshagavík. Það sem nú er eftir af rimanum er um 60 m á lengd og 6 m á breidd. Hæð á honum yfir umhverfi sitt er nú 2,2 m. Haraldur Matthíasson (1982, bls. 500) getur um þennan rima í lýsingu sinni á Þrælagarði 1979: „Greinilega sést forn garður vestan túns í Hrosshaga. Hefur hann verið mikið mannvirki, hár og þykkur.“ Þetta stendur heima, nema hvað garðbrotið er norðan túns í Hross- haga. Grafið var í endann á rimanum til að kanna hvort hér væri hlaðinn garð- ur á ferðinni. Engar hleðslur fundust og öll öskulögin í sniðinu voru óhreyfð (8. mynd). Riminn er því ekki hlaðinn garður, þó nafnið bendi til þess. Allt bendir til, að hann sé gamalt rofabarð, sem áður hafi náð lengra í suðaustur. Ekki er að undra þótt rofabarðið hafi verið kallað Þrælagarður, svo líkt sem það er stórum garði. Ef Þrælagarður hefur legið þarna á landamerkjum Torfastaða og Hrosshaga, þá hefur hann verið rétt norðan við rofabarðið. Því er eðlilegt, að nafnið hafi færst yfir á rofabarðið, er garðurinn hafði rofn- að burt, enda skammt á milli. Neðan holta taka við mýrar, allt niður að Hrosshagavík. í þeim var ekki leitað að garðinum, því að engir skurðir eru þvert á hann. Okkur finnst líklegast, að garðurinn hafi þar verið á landa- merkjum Torfastaða og Hrosshaga og merkin séu enn á svipuðum slóðum. Ef svo er, þá eru litlar líkur á að finna garðinn í mýrinni, því skurður hefur verið grafinn á merkjum. Þessu til staðfestingar má benda á landa- merkjabréf Torfastaða frá 1456 (ís- lenzkt fornbréfasafn 1899—1902). Þar er sagt, að landamerki Torfastaða liggi vestur með Hrosshagavík, að garði sem liggi fyrir austan túnið í Hross- haga. Brynjúlfur Jónsson (1894, bls. 2) lýsir garðinum frá Klukknagilsbotnum að Hrosshagavík svo: „En upptök þess gils (Klukknagils — innskot höf.) er önnur kelda, er kemur austan frá Smáholtum fyrir neðan Torfastaði. Frá botni þeirrar keldu sjer aptur fyrir fornum garði, er mjög líkist hinum hann er þráðbeinn austur á brúnina fyrir ofan bæinn Hrosshaga, en þá tekur við mýri, sem nær ofan að Tungufljóti, og er ekki von hann sjáist þar.“ Þessi lýsing Brynjúlfs á garðinum fyrir tæpri öld, svipar mjög til þess sem sjá má í dag. A þeim tíma virðist garð- urinn þó hafa verið gleggri frá Klukknagilsbotnum að þjóðvegi. Minnkandi ummerki geta stafað af mikilli framræslu, sem eyðileggi að einhverju leyti ummerki eftir garðinn. Garðurinn sést líka misvel, eftir því hve mikið landið er beitt. Athyglisvert er, að Brynjúlfur sér hvergi móta fyrir garði frá Þrælasteini niður að Klukknagilsbotnum. Hann lýsir því svæði svo: „Fyrir austan uppblásturinn (á Torfa- staðaheiði — innskot höf.) rennur læk- ur fram með holtinu ofan í mýri, dreifist þar og verður að keldu, er renn- ur í svo nefnt Klukknagil.“ (Brynjúlfur Jónsson 1894, bls. 2) Þar sem hann sá ekki garðinn á þess- 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.