Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 17
1. tafla. Stærð á Þrælagarði í fimm þversniðum. - Thickness and width ofthe Thrœlagar- dur turf wall in five soil sections. Nr. og nafn sniða Section no. Þykkt jarðvegs ofan á garði (cm) Soil thickness on top of turf wall (cm) Þykkt garðs (cm) Thickness of turf wall (cm) Breidd garðs (cm) Width of turf wall (cm) 1 - Syðririmi 27 31 213 2 — Rimaskarð 20 27 3 - Þrælasteinn 42 72 127 4 — Gilbotnar 32 22 230 5 — Kúaflóð 20 25 um kafla, taldi hann líklegt, að keldan hafi verið gripheld til forna og því hafi ekki þurft garð. Það er þó heldur vafa- söm skýring. Landamerkjabréfið frá 1456 (ís- lenzkt fornbréfasafn 1899-1902) get- ur aftur á móti um landamerkjagarð milli Skálholts og Torfastaða. Hann á að liggja fyrir austan Hrosshaga og UPP að Klofnalækjabotnum, en Klofnilækur á að renna fyrir austan Miklaholt. Ornefnið Klofnilækur er nú gleymt, en ekki fer á milli mála, að átt er við sama lækinn og Brynjúlfur lýsir hér að framan. Örnefni er tengjast klofnun Klukknagils hafa verið notuð allt fram á síðustu öld. í landamerkjabréfum fyrir Miklaholt (1888) og Spóastaði (1886) er Klukknagil nefnt Klofnagil og til eru Klofnagilsbotnar. Aftur á móti eru nefndir Klukknagilsbotnar í landamerkjabréfi Hrosshaga (1884) og Klukkugil í landamerkjabréfi fyrir Skálholt (1804). Klofnagilsnafnið er að líkindum eldra, enda rökrétt nafn á gili sem klofnar upp í tvær keldur, þar sem önnur nefnist Klofnilækur. STÆRÐ ÞRÆLAGARÐS Til forna voru sérstök ákvæði um stærð löggarða. í Jónsbók (1970, bls. 160) segir: „En þat er löggarðr er .v. feta þykkr er við jörð niðri, en þriggja ofan; hann skal taka í öxl þeim manni af þrepi er hann er hálfrar fjórðu álnar hár, ok þó at fé hlaupi þann garð, þá bæti sá skaða er þat fé á landnámslaust.“ Fræðimenn eru ekki sammála um lengd lögalinar svo erfitt er að gefa nákvæma tölu um hæð löggarðs. Fyrr á öldum munu a.m.k. tvær mislangar álnir hafa verið notaðar, 49 og 57 sm (Gísli Gestsson 1969). í hverjum faðmi eru þrjár álnir. Faðmur hefur því verið á bilinu 150—170 cm. í dag þætti slíkt góð girðingarhæð. Breidd löggarðs hefur verið á bilinu 125 — 150 cm að neðan, en 75—90 cm að ofan. Gera verður ráð fyrir, að upphaflega hafi Þrælagarður ekki verið minni um sig en löggarður. Fróðlegt er að bera saman ástand garðsins í dag og stærð löggarða. Þrælagarður er nú víðast hvar um 20- 30 cm þykkur (1. tafla), en hefur áður ekki verið undir 150 cm og er nú að- eins sjötti hluti af upphaflegri þykkt. Garðurinn hefur sigið út og breikkað. Að meðaltali eru nú um 30 cm af jarðvegi ofan á sjálfri garðhleðslunni þó að garðurinn rísi sums staðar yfir 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.