Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 59
KRAPTUR ALMÆTTISINS Næst skulum við glugga í ginnhelg rit um Síðueld. í „Einfaldri og sannri frásögn um jarðeldshlaupið í Skafta- fellssýslu árið 1783 eftir Jón prófast Steingrímsson og Sigurð Ólafsson klausturhaldara“ (Jón Steingrímsson & Sigurður Ólafsson 1783) segir svo um gang gossins, en það hófst 8. júní 1783: „ . . . Þann 18. júni kom eitt sérdeilis ógnarlegt eldhlaup úr gjánni, sem í sínu framkasti fyllti uppá barma Skaptár- gljúfur og hljóp fram á aurana, sem voru þá allir fjalla á milli til að sjá sem í logandi björtu báli og tindran stæði; stóðu þá þokumokkar hvítir upp beggja megin af ánum, er nú voru uppstíflaðir fyrir austan og vestan af eldhraunun- um, að austan var allt eitt vatn fyrir endilöngum Hæl og náði á neðri brýr fjallsins, þá mestallur skógur þar fór í kaf; að vestan allt undirlendi og tún á kóngsjörðinni Hvammi, sem upp- hleypti þar jörðu víða. Allt þetta vatn var vellandi af hita og nær þessi gufa var orðin of þung í loptinu, kom úr henni steypiregn með sterkum skrugg- um og glumrum, sem mörgum brekk- um jarðar hleypti í sundur og niður til grunna þar báðu megin við dal- inn . . . “ I „Fullkomnu skrifi um Síðueld“ eft- ir Jón prófast (Jón Steingrímsson 1783) segir ennfremur; „ . . . Pann 14. júlii, sama dag eldur- inn fór ofan yfir fossinn kom í 4. og nú síðasta sinn eitt hræðilegt eldframkast úr gjánni með suðu, braki og brestum og þvflíkum undirgangi, sem allt ætlaði um koll, sem jók hjer og svo mikil eldslög og skruggur, að varla varð and- artak á milli dægrum saman. Eldglossið ljek um menn utan húsa og innan, þó fjekk enginn þar af bráðan dauða. Alla þá viku sást hvorki til lopts nje sólar það minnsta af þeirri þykku reykjareld- gufu og svælu, er hjer lá yfir . . . . . . Pann 20. júlí, sem var 5. sunnu- dagur eptir Trinitatis, var sama þykk- viðri með skruggum, eldingum, skruðn- ingi og undirgangi, en af því veður var spakt fór jeg og allir, sem hér voru þá á Síðunni, innlendir og aðkomnir, sem því gátu viðkomið, til kirkjunnar með þeim ugga og sorgbitnum þánka, að það kynni að verða í seinasta sinni, að í henni yrði embættað af þeim ógnum, sem þá fóru í hönd, og nálægðust, er litu svo út, að hana mundi eyðileggja sem hinar 2. Nær vjer þangað komum, var svo þykk hitasvæla og þoka, sem lagði af eldinum ofan árfarveginn, að kirkjan sást naumlega, eða svo sem í grillingu úr klausturdyrunum, skruggur með eldingum svo miklar kippum sam- an, að leiptraði inn í kirkjuna og sem dvergmál tæki í klukkunum, en jarðar- hræringin iðugleg. Sú stóra neyð, sem nú var á ferð og yfirhangandi, kenndi mjer nú og öðrum að biðja guð með rjettilegri andakt, að hann af sinni náð vildi ei í hasti eyðileggja oss og þetta sitt hús, þá var ogso hans almættis- kraptur mikill í vorum breyskleika. Jeg og allir þeir, sem þar voru, vorum þar aldeilis óskelfdir inni; enginn gaf af sjer nokkurt merki til að fara út úr henni eða flýja þaðan, meðan guðsþjónustu- gjörð yfir stóð, sem jeg hafði þó jafn- lengri, en vant var; nú fannst ei stundin of löng að tala við guð. Hver einn var án ótta biðjandi hann um náð og biðj- andi hann þess, er hann vildi láta yfir koma. Jeg kann ei annað að segja, en hver væri reiðubúinn þar að láta lífið, ef honum hefði svo þóknast, og ei fara þaðan burtu, þó að hefði þrengt, því hvergi sást nú fyrir hvar óhult var orðið að vera. Jeg hætti að tala hjer frekar um, svo ei kunni að segjast með sanni, jeg vildi hér með leita mjer eða öðrum lofdýrðar af mönnum. Nei, ekki oss, heldur þínu nafni drottinn gefum vjer dýrðina. Skoðum heldur, hvað hjer skeði fyrir hans krapt og eptir hans vilja. Eptir embættið, þá farið var að skoða, hvað eldinum hefði áfram mið- að, þá var það ei um þverfótar, frá því 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.