Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 29
Jón Jónsson: Eldfjöll í Costa Rica INNGANGUR Meðal almennings er það næsta venjulegt að líta á þær eldstöðvar sem slokknaðar, sem ekki hafa gosið, svo vitað væri á sögulegum tíma. Nægir í því sambandi að minna á Helgafell í Vestmannaeyjum, en í ýmsum ritum, jafnvel þeim sem sett hafa verið saman sem kynningarrit fyrir ferðafólk er það talið vera „sloknad Vulkan“ eða eithvað á þá leið. Það vill gleymast að æviskeið manns, og jafnvel allur sá tími, sem við köllum sögulegan, er stuttur borinn saman við aldur fjall- anna. ARENAL Meðal þeirra eldfjalla, sem talin voru slokknuð var Arenal í Costa Rica og var það á þeim grundvelli að þar hafði ekki orðið eldvirkni vart eftir að spánverjar réðust inn í landið um 1530. Hér varð með snöggum hætti breyting á 1968. Arenal er rösklega 2000 m há keila í þeim hluta eldfjallakeðjunnar sem nefnd er Cordillera de Tilaran (l.og 2.mynd), en sú keðja er hluti af þeirri miklu eldfjallakeðju, sem tengir lönd Mið-Ameríku og einkennir alla vestur- strönd Ameríku frá Alaska til Eld- lands. Gosið Yfir hinu gróðursæla héraði ríkti hásumarkyrrð í júlí 1968 og fólk gekk óttalaust til náða að enduðu dags- verki, en yfir gnæfði Arenal í hátíðlega kaldri ró eins og verið hafði öldum saman. Laust eftir miðnætti urðu snarpir jarðskjálftar, sem héldust til morguns. Svo var það rétt um klukkan 8 að morgni þess 29. að sprenging varð í fjallinu. Áhorfandi sem staddur var um 4 km vestur af Arenal lýsir því sem fyrir augu hans bar. Allt í einu sá hann skriðu mikla taka sig upp utan í fjall- inu, rétt í sama augnabliki heyrði hann ægilega sprengingu, jörðin nötraði en kolsvart öskuský steig upp af staðnum þar sem skriðan hófst. Um leið kastað- ist maðurinn til jarðar af heitum, ösku- blöndnum loftstraumi, sem með ofsa- hraða kom frá eldvarpinu. Það sem skeð hafði var í stuttu máli þetta: Sprengigígur, um 250 m í þvermál, hafði myndast í um 1100 m hæð utan í fjallinu vestanverðu. Þaðan æddi glóandi gas og öskuský með ógnar- hraða niður hlíðina en jafnframt dundi gífurleg grjóthríð á umhverfinu. Eld- ský þetta reif upp stór tré með rótum, sleit greinar og lauf af þeim sem fjær voru, þurrkaði á augnabliki upp allan gróður en brenndi sumt. Lengst náði þetta um 5 km út frá gígnum en þá hafði það orðið 79 manns að bana, kveikt í nokkrum bílum, sem um veg- inn fóru og valdið dauða 8 manna, sem í þeim voru og brotið niður allmörg hús. Sprengingar héldu áfram allan Náttúrufræðingurinn 56(4), bls. 235-238, 1986 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.