Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 29
Jón Jónsson: Eldfjöll í Costa Rica INNGANGUR Meðal almennings er það næsta venjulegt að líta á þær eldstöðvar sem slokknaðar, sem ekki hafa gosið, svo vitað væri á sögulegum tíma. Nægir í því sambandi að minna á Helgafell í Vestmannaeyjum, en í ýmsum ritum, jafnvel þeim sem sett hafa verið saman sem kynningarrit fyrir ferðafólk er það talið vera „sloknad Vulkan“ eða eithvað á þá leið. Það vill gleymast að æviskeið manns, og jafnvel allur sá tími, sem við köllum sögulegan, er stuttur borinn saman við aldur fjall- anna. ARENAL Meðal þeirra eldfjalla, sem talin voru slokknuð var Arenal í Costa Rica og var það á þeim grundvelli að þar hafði ekki orðið eldvirkni vart eftir að spánverjar réðust inn í landið um 1530. Hér varð með snöggum hætti breyting á 1968. Arenal er rösklega 2000 m há keila í þeim hluta eldfjallakeðjunnar sem nefnd er Cordillera de Tilaran (l.og 2.mynd), en sú keðja er hluti af þeirri miklu eldfjallakeðju, sem tengir lönd Mið-Ameríku og einkennir alla vestur- strönd Ameríku frá Alaska til Eld- lands. Gosið Yfir hinu gróðursæla héraði ríkti hásumarkyrrð í júlí 1968 og fólk gekk óttalaust til náða að enduðu dags- verki, en yfir gnæfði Arenal í hátíðlega kaldri ró eins og verið hafði öldum saman. Laust eftir miðnætti urðu snarpir jarðskjálftar, sem héldust til morguns. Svo var það rétt um klukkan 8 að morgni þess 29. að sprenging varð í fjallinu. Áhorfandi sem staddur var um 4 km vestur af Arenal lýsir því sem fyrir augu hans bar. Allt í einu sá hann skriðu mikla taka sig upp utan í fjall- inu, rétt í sama augnabliki heyrði hann ægilega sprengingu, jörðin nötraði en kolsvart öskuský steig upp af staðnum þar sem skriðan hófst. Um leið kastað- ist maðurinn til jarðar af heitum, ösku- blöndnum loftstraumi, sem með ofsa- hraða kom frá eldvarpinu. Það sem skeð hafði var í stuttu máli þetta: Sprengigígur, um 250 m í þvermál, hafði myndast í um 1100 m hæð utan í fjallinu vestanverðu. Þaðan æddi glóandi gas og öskuský með ógnar- hraða niður hlíðina en jafnframt dundi gífurleg grjóthríð á umhverfinu. Eld- ský þetta reif upp stór tré með rótum, sleit greinar og lauf af þeim sem fjær voru, þurrkaði á augnabliki upp allan gróður en brenndi sumt. Lengst náði þetta um 5 km út frá gígnum en þá hafði það orðið 79 manns að bana, kveikt í nokkrum bílum, sem um veg- inn fóru og valdið dauða 8 manna, sem í þeim voru og brotið niður allmörg hús. Sprengingar héldu áfram allan Náttúrufræðingurinn 56(4), bls. 235-238, 1986 235

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.