Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 7
Bryndís G. Róbertsdóttir og Haukur Jóhannesson: Þrælagarður í Biskupstungum INNGANGUR Til forna hefur hleðsla garða verið snar þáttur í störfum manna yfir sumarmánuðina. Um það vitna ákvæði í Grágás (1974, bls. 91) þar sem segir: „Amiðil ana scal lög garð gerða. en vár avn er til þess er manaðr er af sumre. en garð ön siþan .ii. manaðr. þa er hey önn aðra .ii. manaðr. en þá er log garðz ön en efsta manað sumars." Samkvæmt þessu hafa menn sinnt garðhleðslu þrjá af sex mánuðum sumarsins. Á garðönn sinntu menn að- eins brýnustu nauðsynjum svo sem Grágás (1974, bls. 121) getur um: „Men eigo þat at vina við löggarð þan at fá ser elldibranda. oc reka heim smala sin. Eigi scolo þeir sva reka aðra syslo at þat dueli garð lagit.“ Af þessum ákvæðum er ljóst, að fjöldi garða hefur verið mikill til forna. Þeir hafa gegnt margs konar hlutverki s.s. afréttargarðar, engja- garðar, beitargarðar, hagagarðar, tún- garðar, akurgerði, matjurtagarðar, heygarðar, skjólgarðar, fiskigarðar, sjóvarnargarðar, göngugarðar, skriðu- garðar, sandvarnargarðar og landa- merkjagarðar. Langflestir þessara garða voru hlaðnir úr torfi, þó að grjótgarðar hafi verið þar sem stutt var í grjótnám. Oft hefur þurft að lagfæra torfgarðana, því hrynja vildi úr þeim. Þeir sigu einnig út með tímanum, einkum ef þeir voru hlaðnir í mýrum. Þeir hafa því horfið smám saman eftir að hætt var að halda þeim við, og sjást nú margir hverjir aðeins sem langir, ávalir rimar í lands- lagi. Flestir þeirra hafa þannig fallið í gleymskunnar dá, en nokkurra er get- ið í rituðum heimildum. Margir garðar hafa einnig orðið að lúta í lægra haldi fyrir mikilli túnrækt síðustu áratugi. Gamlir túngarðar eru því víðast horfn- ir nema á eyðibýlum. í rituðum heimildum er sums staðar getið um garða, en fáir þeirra hafa verið rannsakaðir. Á seinustu árum hafa verið skrifaðar greinar um fjóra allstóra garða. Þeirra stærstur er Bjarnagarður í Landbroti er Sigurður Þórarinsson (1982) hefur ritað ítarlega grein um, en Jón Jónsson (1983) bætti síðan aðeins við. Páll Sigurðsson (1979) skrifaði um Völugarð og Blá- kápugarð í Fljótum í Skagafirði og Kristján Eldjárn (1977) hefur gert Skagagarði á Garðskaga nokkur skil. Kristmundur Bjarnason (1978) hefur ritað um garða í Svarfaðardal, en þar er mikill fjöldi þeirra og er Sveitar- langur þeirra mestur. Sumrin 1985 og 1986 voru skoðaðir nokkrir garðar í Biskupstungum í Ár- nessýslu. Þar er að finna margs konar Náttúrufræðingurinn 56(4), bls. 213 —234, 1986 21 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.