Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 49
þykkt. Ef vök myndast hrynja stuðl- arnir allt um kring inn í vökina. Þegar verið er úti á ísnum í hlýju veðri og sterku sólskini, og suð tekur að heyrast frá ísnum, lækkar burðar- þolið hratt. Er þá jafnan ráðlegast að hraða sér til lands. Ef suð er ákaft er gjarnan sagt í Þingvallasveit: „ísinn er farinn að sjóða“. ísalausnir á Þingvallavatni eru að sjálfsögðu háðar sömu lögmálum og ísalausnir annarra vatna. í einu er Þingvallavatn allfrábrugðið öðrum vötnum. Fyrirbærið er að vísu hið sama, en það kemur skýrara fram og með meiri ofsa við Þingvallavatn en við önnur vötn hér á landi, það er að „ísinn skríður upp“ sem kallað er. Tvennt ræður því að þessa fyrirbæris gætir í ríkum mæli við Þingvallavatn. í fyrsta lagi stærð vatnsins. í öðru lagi, sem er megin orsökin, að meðfram löndum myndast víðáttumiklar opnur og getur því sterkur ís úti á miðju vatni haldist samtímis breiðum opnum með löndum. Af þessu leiðir að þegar ís- breiðan losnar endanlega við land og eyjar getur hana rekið langa leið und- an vindi og hún náð miklum rek- hraða. ísbreiðan skríður þá auðveld- lega á land upp. Þar sem ísbreiðuna ber að landi myndast íshryggur með- fram ströndinni. Alltaf þegar íshellan er komin upp yfir háhrygginn brotnar framan af henni og flekinn fellur niður landmegin við hrönnina. Þannig hækkar og breikkar hrönnin. Bátar, bátaskýli og bryggjustúfar hafa eyðilagst í þessum hamförum og litlu hefur munað með sumarbústaði. Munnlegar heimildir greina frá því að undan norðvestanátt skríði ísinn langt á land upp í Malvíkum, t.d. vorið 1949 náði hrönnin upp þangað, sem nú er vegurinn. Sömuleiðis hafa norðvestan ofsaveður átt það til að keyra ís- og jakahrönn inn á Sogsútfallið og stífla næstum fullkomlega fyrir allt útrennsli um stundarsakir. Á 20 ára tímabili stöðvanna fyrir 1959 kom það t.d. einu sinni fyrir. Eftir 1959 eru aðstæður gjörbreyttar með tilkomu rafstöðvar- stíflunnar í útfallinu. Norðvestan við vatnið skríður ísinn upp undan suðaustanátt. Mesta ís- hrönn við Skálabrekkuvík, sem heim- ildir greina frá, hlóðst upp milli kl. 8 og 9 að morgni 15. maí 1973 (11. mynd). Helst lítur út fyrir að hún hafi verið ein hin mesta sem vitað er um við Þingvallavatn. Hrönnin náði 7 m hæð, það var 11 metra inn á landi. Þar sem slétt sandfjara var fyrir og mar- flatt tún var frambrún hrannarinnar 36 m inni á landi og mesta hæð 5 og 6 m. Þegar ísinn er hlaupinn í heiðnu úti á vatni er hættan af þessum ágangi liðin hjá, því að ísmorið sem losnar úr flekanum hamlar mót hreyfingum hans og heldur rekhraðanum niðri. NYTJAR ÍSSINS Fyrrum var mikil samgöngubót að ísnum. Reynt var að geyma alla flutn- inga milli bæja þar til ís var kominn á vatnið, því að engir voru vegirnir. Varðandi aðdrætti úr kaupstað var einnig tekið mið af ísnum. Af mörgum bæjum við vatnið var farin kaupstaðar- ferð meðan komist var með æki yfir vatnið. Heyjað var úti í Sandey. Aðrir heyjuðu uppi á Mosfellsheiði og áttu fyrir höndum heyflutninga þvert yfir vatnið. Allt var látið bíða íssins. Á góðviðrisdögum, á þorranum eða gó- unni eftir því hvort vatnið lagði snemma, mátti sjá mörg stór og áber- andi heyæki úti á ísnum. Á liðnum öldum var dorgveiði á vetrum stunduð til búdrýginda og bjargar. Fram til síðustu aldamóta voru 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.