Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 14
honum 20 cm undir yfirborði (4. mynd nr. 2). Suðaustan Rimaskarðs tekur á ný við mói, sem teygir sig upp á Torfa- staðaheiði. Þar er garðurinn jafn hár umhverfinu, en er vel afmarkaður með rásum beggja megin. Er nær dregur Torfastaðaheiði, verða rásirnar ógreinilegri og eru nánast horfnar þeg- ar upp á heiðina kemur. Ofan af Torfastaðaheiði og niður undir tún í Miklaholti eru nú örfoka melar, er nefnast Hámelar. Garðurinn hefur lík- lega Iegið þvert yfir melana, beina leið í Þrælastein. Engin merki sjást nú um garðinn á melunum, enda allur jarð- vegur fokinn burt. Sumarið 1893 lýsir Brynjúlfur Jóns- son (1894, bls. 2) þessum hluta garðs- ins svo: „Þar fyrir ofan og vestan (þ.e. Þræla- stein — innskot höf.) er mikill partur af holtinu nú upp blásinn. En austur að þeim uppblástri utan frá Brúará sjer enn fyrir þráðbeinum garði afarforn- um: hann er á þurrlendi en þó svo niður sokkinn, að hann er ekki hærri en land- ið til hliða, en er þó vel afmarkaður og er nálega 2 fðm. á breidd (þykkt). Hann er nú kallaður Þrælagarður. Þess nær sem dregur uppblæstrinum, þess óglöggari verður hann, sem von er, unz hann hverfur alveg. Ekki sjest hann þar, sem blásið er, því grjót hefir ekki verið haft í hann.'1 Ofangreind lýsing kemur vel heim og saman við garðinn eins og hann lítur út í dag. Brynjúlfur telur garðinn reyndar hvergi vera hærri en landið til hliðar. Okkur finnst líklegt, að hann hafi horft eftir garðinum endilöngum, ofan af Torfastaðaheiði, er hann álykt- aði svo. Þaðan er ekki mögulegt að greina hækkunina á garðinum við Rimaskarð. Auk þess er það frekar stuttur kafli, þar sem garðurinn er hærri en umhverfið. I vestnorðvestur frá Þrælasteini liggur nú grjótgarður. Garður þessi mun vera sandvarnar- garður frá síðustu öld og er alls óvið- komandi Þrælagarði, þó að hann liggi upp að Þrælasteini. Þrælasteinn er rétt ofan túns í Miklaholti. Steinninn er mjög áber- andi vegna stærðar sinnar, því að ann- að eins bjarg er hvergi að finna í ná- grenninu. Steinninn er um 2,5 m á hlið. Sunnan við Þrælastein tekur við mýri og vottar ekki fyrir garðinum þar. Haustið 1984 voru grafnir þar tveir skurðir. í þeim báðum má sjá þversnið í gegnum garðinn (4. mynd nr. 3). Garðurinn er mjög sokkinn, því að í nyrðri skurðinum eru 42 cm af jarðvegi ofan á honum. Nú hverfur garðurinn algjörlega á um 1600 m kafla og finnst ekki aftur fyrr en niðri í Klukknagilsbotnum. Þessi kafli er nú framræst mýri, svo eðlilegt er, að garðurinn standi ekki upp úr. Á loftmyndum, sem teknar voru í september 1945 (Army Map Service 1945), sést móta fyrir næstum beinni línu frá Klukknagilsbotnum að heimreið í Miklaholti. Þessi lína er að öllum líkindum garðurinn, en þar hef- ur nú verið grafinn merkjaskurður milli Torfastaða og Miklaholts. Skurð- urinn hefur því líklega verið grafinn eftir garðinum endilöngum eða rétt austan við hann. Garðurinn finnst mjög sunnarlega í þessum skurði, og töldum við okkur finna hann í báðum skurðbökkum. Hann getur því hugsan- lega lepið undir vestari skurðruðning- num. I Gilbotnum breytir garðurinn um stefnu og liggur nú í suðaustur eftir framræstri mýri og sést ekki á yfir- borði. Hann finnst í tveimur skurðum er liggja þvert á hann og í þeim eystri er 32 cm þykkur jarðvegur ofan á hon- um (4. mynd nr. 4). Suðaustan þess skurðar sést móta fyrir garðinum á stuttum kafla, sem aðeins hærri þúfum í mýrinni, með rásum beggja megin. Garðurinn hverfur aftur og finnst ekki 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.