Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 31
2. mynd. Þversnið af Arenal vestur-austur. Gígarnir 3 eru frá síðasta gosi. Gígur nr. 1 frá 29.7.1978. skyggni má af toppi Irazu sjá heimshöfin tvö Atlantshaf og Kyrra- haf, en fremur sjaldan mun að vísu loftið svo tært vera, einkum þó austan megin þar sem raki er meiri. Prýðis góður akvegur er alla leið upp að gíga- svæði fjallsins, enda er efri hluti þess nú þjóðgarður. Skemmtilegt er að veita athygli breytingum á gróðri eftir því sem ofar kemur í fjallið. í um 3000 m hæð fara að sjást jurtir, sem ekki koma fyrir í dölunum eða niðri á láglendi, en sem eru kunnar hverjum norðurlandabúa svo sem hvítsmári og undafíflar. Irazu er hluti af miklum eldfjalla- klasa sem er um 50 km í þvermál og jafnan er nefndur Irazu-Turrialba. Samanstendur hann af tveim risa- vöxnum eldkeilum (3.mynd). Turri- alba sem er aðeins 100 m lægri en Irazu, hefur ekki gosið eftir að Evróp- umenn komu til landsins. Gufuaugu eru í aðal gígnum, hiti 80-90°C og brennisteinn fellur þar út. Þangað er nú kominn akvegur. Eldvirkni Fyrstu heimildir um gos í Irazu eru frá árinu 1732. Þann 16. feb. það ár hófst gos í fjallinu og stóð það til í desember sama ár. Svo virðist sem öskufall hafi verið mikið. Næst verða aftur öskugos 1821 og 1847. Eftir það verður algert hlé þar til 1917. Fremur litlar upplýsingar liggja fyrir um þessi gos, en í október 1930 verður stórgos með miklu öskufalli, sem náði til höf- uðborgarinnar San José í rösklega 35 km fjarlægð frá gígnum. Eftir að hafa haft hægt um sig í 22 ár, vaknaði risinn aftur þann 13. mars 1963, að sögn sama dag og forseti Bandaríkjanna heimsótti landið. Segja má að eldfjall- ið hafi vaknað með andfælum, gífur- legum sprengingum og grjótkasti, sem eyðilagði byggingar í nágrenni gígsins. Tveim eða þrem dögum síðar varð mikið öskugos. Aska féll þétt yfir ná- grennið og í höfuðborginni varð að kveikja ljós um miðjan dag. Öskufalls varð vart við Nicaraguavatn í um 200 km fjarlægð. Talið er að mokað hafi verið 26000 tonnum af ösku af götum San José. í þessu gosi stíflaðist Rio Reventado af öskufalli, bæði því sem úr lofti féll og eins af öskuskriðum úr snarbröttum gilvöngum. Við þetta myndaðist uppistöðulón. Þegar stíflan brast varð feikna flóð, sem æddi niður árfarveginn, reif með sér allt sem fyrir 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.