Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 13
3. mynd. Þrælagarður norðvestan Rimaskarðs. Fremst á myndinni stendur garðurinn
um 1 m yfir umhverfi sitt. Á miðri mynd sést hvar sniðið í Syðririma var grafið. í fjarska
eru Böðmóðsstaðir, vestan Brúarár. — Thrælagardur turf wall northwest of Rimaskard.
The wall now rises about one metre above its surroundings. The Bödmódsstadir farm is in
the background. (Ljósm./p/ioío Haukur Jóhannesson)
hann í sagnir og hugmyndir Brynjúlfs
Jónssonar.
LÝSING ÞRÆLAGARÐS
Þrælagarður hefur byrjað við Brú-
ará, gegnt Böðmóðsstöðum (2.
mynd). Ekkert sést nú af garðinum
niður við ána, né á hæðinni upp af
henni. Síðan tekur við mýri á um 270
m kafla og vottar þar ekki fyrir garðin-
um. Úr því tekur við mói allt að Rima-
skarði. Strax og kemur í móann sést
garðurinn greinilega, þótt hann sé lítið
sem ekkert hærri en umhverfið. Hann
er vel afmarkaður af rásum beggja
megin. Garðurinn hækkar í átt að
Rimaskarði, og er hæstur (um 1 m yfir
umhverfi sitt) rétt áður en komið er að
skarðinu (3. mynd). í skarðinu hverfur
garðurinn alveg. Þar var áður kelda
mikil, en hefur fyrir löngu verið ræst
fram með skurði er liggur þvert á garð-
inn. Þar er garðurinn alveg sokkinn í
mýrina, en í skurðinum sést móta fyrir
2. mynd. Þrælagarður og næsta nágrenni. Garðurinn er teiknaður eftir loftmyndum
(Landmælingar íslands 1984). — Location of the ancient Thrœlagardur turf wall in
Biskupstungur, drawn from aerial photographs. Numbers indicate location of soil sec-
tions.
219